Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Nýr viðskiptastjóri á norðurlandi

Sveinbjörn Pálsson, viðskiptastjóri á norðurlandi

Þekking hefur ætíð lagt mikla áherslu á að huga vel að sínum viðskiptavinum. Við erum sífellt að leita leiða til að gera góða hluti enn betri hjá okkur og er nýr viðskiptastjóri á norðurlandi liður í því.

Að undanförnu hafa þrír öflugir einstaklingar bæst í hóp starfsfólks Þekkingar á Akureyri. Nú um áramótin tók Sveinbjörn Pálsson til starfa. Hann mun sjá um viðskiptaumsjón og sölu á norðurlandi og víðar.  Sveinbjörn, sem er með MSc próf í iðnaðarverkfræði, kemur frá Nortek þar sem hann starfaði sem sölustjóri/svæðisstjóri á Akureyri en hann hefur einnig góða reynslu sem vöru- og viðskiptastjóri úr fyrri störfum.