Áhyggjulaus tölvurekstur!

Rekstur tölvukerfa er mikill höfuðverkur fyrir flestum. Tækni er tækifæri til að skapa einfaldari og áhyggjulausa framtíð. Áhyggjulaus tölvurekstur er fyrir þig svo þú getir einbeitt þér að þinni starfsemi.

Senda fyrirspurn

Hvað er Áhyggjulaus tölvurekstur?

Njóttu þess að vera áhyggjulaus vitandi af tölvubúnaði fyrirtækisins í öruggum og hagkvæmum rekstri hjá Þekkingu. Við sjáum um rekstur á tölvubúnaði fyrirtækja, tryggjum lágmarks öryggi, uppfærslur og afritun gagna.

Öryggi og eftirlit


Með stöðluðum vél- og jaðarbúnaði svo nema megi mögulegar netógnir í gegnum þann búnað.

Afritun á M365 gögnum


Microsoft 365 gögn eru á meðal verðmætustu eigna fyrirtækja. Til að tryggja endurheimt gagna sem tapast þarf að vera með örugga afritun. 

Öryggisvitund


Tryggir að starfsfólk er upplýst um helstu netógnir og forvarnir. Um 91% tölvuinnbrota má rekja til vanþekkingar starfsfólks.

Fjarþjónusta


Fyrir notendur þegar á þarf að halda og fer sú þjónusta fram í gegnum yfirtöku á tölvu notanda.

Öryggi, eftirlit og afritun

  • Vöktun á vírusvörn og tilkynningar
  • Grunnuppsetning á tölvubúnaði og virkni tryggð á stöðluðum vél- og jaðarbúnaði
  • Sjálfvirkar uppfærslur innan útgáfu stýrikerfis, öryggisuppfærslur og plástrar
  • Öryggislausn fyrir endabúnað
  • Afritun Microsoft 365 gagna notenda í afritunarumhverfi Þekkingar
  • Leyfisgjald fyrir notanda er innifalið í mánaðargjaldi en gjaldfært er fyrir gagnamagn



Fjarþjónusta og öryggisvitund

  • Almenn notendaaðstoð við hug- og vélbúnað sem Þekking hefur sett upp og hægt að vinna gegnum fjarþjónustu (yfirtöku), með leiðbeiningum gegnum síma eða með skriflegum hætti
  • Stofnun, breyting og eyðing notenda í Microsoft 365
  • Grunnþjónusta við snjalltæki s.s. leiðbeiningar um uppsetningu Microsoft 365
  • Uppsetning á Microsoft 365 hugbúnaði
  • Skýjalausn sem hjálpar fyrirtækjum að draga úr hættunni á tölvuöryggisbrotum á skilvirkan hátt
  • Hnitmiðuð örmyndbönd sem byggja upp sterka öryggisvitund og hjálpa þínu starfsfólki að öðlast færni til að meta ógnir og verjast þeim



Það er einfalt að byrja

1. Hafðu samband

2. Við skoðum umhverfið

3. Innleiðing

4. Þú nýtur áhyggjuleysis!

Senda fyrirspurn

Áhyggjulaus tölvurekstur skilmála má nálgast hér

Share by: