Við þekkjum mikilvægi öryggis á öllum sviðum upplýsingatækni. Bjóðum framúrskarandi öryggislausnir og tökum hlutverki okkar sem ráðgjafa á sviði upplýsinga-öryggismála alvarlega. Bókaðu samtal með öryggisráðgjafa og sjáðu hvaða lausnir henta þínu fyrirtæki.
Grunnöryggi veitir þínu fyrirtæki það öryggi sem þarf til þess að lágmarka hættu á netöryggisatvikum.
Aukið öryggi byggir á grunnöryggi og veitir þar að auki öryggi í skýjalausnum og á útstöðvum.
Öryggislausnir Þekkingar greina og bregðast við netógnum fyrirtækja og stofnana allan sólarhringinn allt árið um kring á öruggan og hagkvæman hátt.
Lausnirnar fela í sér sjálfvirka greiningu á öryggisatvikum á öllu neti þíns fyrirtækis ásamt því að viðeigandi aðgerðir eru framkvæmdar í rauntíma með sjálfvirkni og af öryggissérfræðingum. Háþróuð sjálfvirkni öryggislausnanna gerir okkur kleift að verja öll mikilvæg tæki og gögn í þínu umhverfi.
Öryggisúttektir Þekkingar fylgja ströngum kröfum og uppfylla reglugerðir og staðla netöryggis.
Öryggisvitundarþjálfun á að vera skemmtileg, grípandi og í hávegum höfð. Skýjalausn með stuttum og hnitmiðuð myndböndum sem byggja upp sterka öryggismenningu.
Prófaðu frítt og sjáðu hvernig Öryggisvitund getur hjálpað þínu fyrirtæki.
BLOGG