Ráðgjafar Þekkingar búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á öllum sviðum upplýsingatækni. Þekking hefur frá upphafi veitt atvinnulífinu ráðgjöf við stöðumat, innleiðingar, endurbætur sem og önnur verkefni hvort sem er á sviði innkaupa, hugbúnaðargerðar, upplýsingaöryggis, innviða eða skýjalausna.
Við veitum þínu fyrirtæki framúrskarandi óháða ráðgjöf á öllum sviðum upplýsingatækni.
Undanfarin ár hefur aukist að fyrirtæki flytja innviði sína í skýjið. Ráðgjafar Þekkingar veita ráðgjöf við val, innleiðingu og notkun á skýjalausnum.
Stöðumat á upplýsingaöryggismálum í starfsemi þín fyrirtækis. Viðskiptavinur er upplýstari um stöðu upplýsingaröryggismála eftir að spurningarlisti er keyrður ásamt kerfisskönnun sem leiðir í ljós veikleika í kerfum og útstöðvum.
Þekking býður viðskiptavinum uppá kennslu og þjálfun fyrir starfsfólk á þau verkfæri sem notuð eru í fyrirtækinu hverju sinni. Kennsla og þjálfun vegna innleiðinga, notkunar og framfylgni á öryggislausnum frá Þekkingu. Rík áhersla er lögð á öryggisvitund starfsmanna og stjórnenda.
Unnið með viðskiptavin í að byggja upp ISO gæðakerfi. Yfirleitt eiga ISO 9001 / ISO 27001 við varðandi UT öryggi þó eiga aðrir staðlar einnig við. Uppbygging á ferlum, verklagsreglum og stýringum skv. ISO 27001 vottun eða framfylgni á staðli fyrir starfsemina.
Góð verkefnastýring í bland við breytingastjórnun getur skipt sköpum við framgang verkefna og að þau standist áætlanir um tíma, kostnað og gæði.
Sérfræðingar Þekkingar búa yfir mikilli reynslu af verkefnastýringu hvers kyns verkefna á sviði upplýsingatækni og bjóðum við upp á framúrskarandi verkefnastýringu öryggis-, innleiðingar- og umbótaverkefna.
BLOGG