Áhyggjulaus skilmálar

1. Skilmálar og almennar foresendur
1.1. Gildir fyrir þjónustuna „Áhyggjulaus tölvurekstur“ (hér eftir nefnt „þjónustuleiðin“) hjá Þekkingu. Ef ekki er öðruvísi kveðið á um í skilmálum þessum gilda viðskiptaskilmálar Þekkingar að öðru leiti.
1.2. Innleiðing: Áður en til innleiðingar kemur, er gerð úttekt á núverandi högun rekstrarumhverfis viðskiptavinar og nær hún til netumhverfis, útstöðva, hugbúnaðar, netþjóna (ef á við) og aðgangsmála. Sker sú úttekt úr um hvort skipta þurfi búnaðinum út eða uppfæra. Vinna við innleiðingu greiðist sérstaklega skv. verðskrá.
1.3. Hluti innleiðingarferlisins er að:
1.3.1. Koma umhverfi viðskiptavinar í hýsingu hjá Þekkingu og í skýjaþjónustu.
1.3.2. Samskipta- og eftirlitshugbúnaður Þekkingar er settur upp á útstöð / umhverfi.
1.4. Leyfiskostnaður vegna Microsoft er bundinn við leyfishögun viðskiptavinar og greiðist sérstaklega skv. verðskrá.


2. Tölvurekstur
2.1. Þekking sér um rekstur útstöðvar/tölvu notanda. Undir það fellur:
2.1.1. Uppsetning og sjálfvirkar uppfærslur algengasta notendahugbúnaðar 3ja aðila (mögulegur hugbúnaður er skilgreindur af Þekkingu).
2.1.2. Uppsetning og virkni tryggð á stöðluðum vél- og jaðarbúnaði.
2.1.3. Leiðbeiningar við uppsetningu á Microsoft 365 hugbúnaði í snjalltæki.
2.1.4. Sjálfvirkar uppfærslur á Microsoft hugbúnaði og stýrikerfi (innan útgáfu).


3. Þjónusta
3.1.1. Viðskiptavinir hafa aðgang að þjónustuveri Þekkingar á almennum opnunartíma í gegnum síma, tölvupóst og Mínar síður. Viðskiptavinur getur haft samband við bakvakt Þekkingar í neyðartilvikum utan almenns opnunartíma og er þá greitt sérstaklega fyrir það skv. verðskrá hverju sinni.
3.1.2. Viðskiptavinir í þjónustuleiðinni fá 10% afslátt af tímagjaldi vegna notendaþjónustu sem fellur ekki undir lið 3.1.1.


4. Afritun
4.1. Þekking afritar gögn í Microsoft 365 umhverfi viðskiptavinar. Leyfisgjöld afritunar eru innifalin í gjaldi þjónustunnar. Viðskiptavinur greiðir fyrir það gagnamagn sem afritað er skv. verðskrá Þekkingar.


5. Öryggi og eftirlit
5.1. Vöktun á diskaplássi, vinnsluminni, álagi örgjörva, uppitíma véla, aldri og ábyrgðastöðu auk hugbúnaðar í notkun.




Síðast uppfært 31. janúar 2023
 
 

Share by: