REKSTRARLAUSNIR

Þjónusta og lausnir Þekkingar ná yfir allan daglegan rekstur upplýsingatækni. Við tryggjum áreiðanleika svo viðskiptavinir okkar geti einbeitt sér að sinni lykilstarfsemi. Bókaðu samtal með ráðgjafa og sjáðu hvernig við getum hjálpað þínu fyrirtæki að ná árangri með upplýsingatækni.

Senda fyrirspurn

ALLT SEM ÞÚ ÞARFT, Á EINUM STAÐ

Einfaldari framtíð í upplýsingatækni. Við hjálpum þínu fyrirtæki að nýta tæknina til fulls.

Útstöðvaþjónusta


Í útstöðvarekstri er haft að leiðarljósi að þjónustukaupi geti gengið að allri þeirri þjónustu hjá Þekkingu sem útstöð þjónustukaupa þarfnast að öllu jöfnu.


Innifalið er meðal annars:

  • Rekstur á stýrikerfi, uppfærslur innan útgáfu og tryggt að öryggisuppfærslur fari á vélarnar.  
  • Vinna við að bæta við vinnsluminni og aukadisk.  
  • Tenging útstöðvar við algengasta jaðarbúnað s.s. prentara, og virknin tryggð.  
  • Grunneftirlit með útstöð.  
  • Uppfærslur og viðhald á MS Office hugbúnaði innan útgáfu.   
  • Uppfærslur og viðhald grunnuppsetninga útstöðva.  


Notendaþjónusta


Notendaþjónusta er stöðluð þjónustulausn og snýr eingöngu að umsjón notenda.


Innifalið er meðal annars:

  • Almenn notendaaðstoð við hug- og vélbúnað sem Þekking hefur sett upp hjá þjónustukaupa og hægt að vinna gegnum fjarþjónustu (yfirtöku) eða með leiðbeiningum gegnum síma eða með skriflegum hætti.  
  • Stofnun, breyting og eyðing notenda í umhverfi þjónustukaupa (Active Dir).  
  • Stofnun, breyting og eyðing notenda í póstumhverfi þjónustukaupa (Outlook).  
  • Stofnun, breyting og eyðing notenda í Microsoft 365.

Netþjónarekstur


Í netþjónarekstri er haft að leiðarljósi að þjónustukaupi geti gengið að allri þeirri þjónustu hjá Þekkingu sem netþjónar þarfnast að öllu jöfnu.   

  

Til netþjóns telst sú samsetning vél- og hugbúnaðar sem veitir biðlara þjónustu og keyrir Microsoft Windows eða Linux/Unix stýrikerfi. Þegar talað er um netþjón í viðauka þessum nær það jöfnum höndum til búnaðar sem stendur einn og einnig sýndarnetþjóns sem er hluti af stærri vél- og hugbúnaðarheild.

Innifalið er meðal annars:

  • Eftirlit 24x7x365. Þekking vaktar m.a. örgjörvanotkun (CPU), vinnsluminni (RAM), gagnageymslur og uppitíma netþjóna. Þjónustuborð og rekstrarvakt Þekkingar fylgist með skilaboðunum sem koma frá eftirlitskerfi Þekkingar og bregst við þeim þegar þörf krefur.  
  • Grunnskráning kerfisupplýsinga í þjónustukerfi Þekkingar.  
  • Tenging við netumhverfi Þjónustukaupa.  
  • Uppfærslur innan útgáfu stýrikerfis, öryggisuppfærslur og plástrar.

Gagnagrunnsþjónusta


Gagnagrunnar halda utan um og geyma oft mikilvægustu gögn fyrirtækja og því afar mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og rekstur.  

 

Gagnagrunnsþjónusta Þekkingar nær til Oracle, MS SQL og MySQL. Um er að ræða það gagnagrunnsþjónustu (DBA) sem leggur áherslu á áreiðanleika, uppitíma og öryggi gagnagrunnsumhverfis þjónustukaupa.


Innifalið er meðal annars:

  • Skráning kerfisupplýsinga gagnagrunnsumhverfisins.  
  • Grunneftirlit með gagnagrunnsþjóni og gagnagrunnþjónustum (instances).  
  • Stýra aðgangi að gagnagrunninum, stofna notendur/hópa og setja reglur (roles) fyri hvern notanda/hóp (les-, skrif-, fyrirpurnaraðgangur).  
  • Uppsetning reglubundinna viðhaldskeyrslna (d. hreingerningar).  
  • Uppsetning þjónustu- og uppfærslupakka á gagnagrunnsþjónustuna

Verslunarkassar


Í rekstri verslunarkassa er haft að leiðarljósi að þjónustukaupi geti gengið að allri þeirri þjónustu hjá Þekkingu sem búnaðurinn þarfnast að öllu jöfnu.


Innifalið er meðal annars:

  • Daglegur rekstur verslunarkassa.  
  • Tenging búnaðarins við jaðartæki.  
  • Nýjar uppsetningar, enduruppsetningar og uppsetning varavéla skv. grunnuppsetningu.   
  • Uppfærslur og viðhald grunnuppsetninga útstöðva.  
  • Öryggisuppfærslur.  


Rekstur viðskiptakerfa


Rekstur viðskiptakerfa er sérsniðin þjónustu- og rekstrarlausn Þekkingar og þarfnast ávallt aðlögunar að þörfum og kröfum þjónustukaupa um það/þau viðskiptakerfi sem sem hann notar.

 

Til viðskiptakerfa teljast kjarnakerfi viðskiptalausnarinnar auk allra viðhengja þess s.s. sérhæfðir módúlar sem keyra ofan á kjarnanum auk jaðarbúnaðar sem tengjast kerfinu með beinum hætti.


Innifalið er meðal annars:

  • Almenn þjónusta og leiðbeiningar við notendur kerfisins um notkun þess, hjálp við einstaka aðgerðir viðskiptakerfisins o.þ.h.   
  • Tæknileg þjónusta og rekstur sem nær til þátta sem notendur kerfisins hafa ekki beina aðkomu að s.s. uppsetning nýrra notenda í kerfinu 


Rekstur netbúnaðar


Í rekstri netbúnaðar er haft að leiðarljósi að þjónustukaupi geti gengið að allri þeirri þjónustu hjá Þekkingu sem netbúnaður þarfnast að öllu jöfnu.


Innifalið er meðal annars:

  • Nýjar uppsetningar eða enduruppsetningar á netbúnaði.  
  • Innleiðingarvinna, s.s. úttektir, hönnun og viðbætur á þjónustum.  
  • Viðgerðir á netbúnaði.  
  • Bilanagreiningar með 3ja aðila s.s. vegna vandamála í viðskiptakerfum þjónustukaupa, útfalls af ytri orsökum o.þ.h.


Afritunarþjónusta


Afritunarþjónusta Þekkingar er rekin á vél- og hugbúnaði sem er á ábyrgð Þekkingar. Þekking sér um allar uppfærslur á miðlægum einingum kerfisins og ber ábyrgð á að miðlægar þjónustur séu tiltækar og reknar með öruggum hætti.


Í upphafi samnings þarf Þjónustukaupi að ákveða í samráði við Þekkingu hverjar afritunarþarfirnar eru m.t.t. gagnataps þ.e. hversu tíð þarf afritunin að vera og hvert ásættanlegt gagnatap má vera. .

Share by: