Þjónusta og lausnir Þekkingar ná yfir allan daglegan rekstur upplýsingatækni. Við tryggjum áreiðanleika svo viðskiptavinir okkar geti einbeitt sér að sinni lykilstarfsemi. Bókaðu samtal með ráðgjafa og sjáðu hvernig við getum hjálpað þínu fyrirtæki að ná árangri með upplýsingatækni.
Einfaldari framtíð í upplýsingatækni. Við hjálpum þínu fyrirtæki að nýta tæknina til fulls.
Í útstöðvarekstri er haft að leiðarljósi að þjónustukaupi geti gengið að allri þeirri þjónustu hjá Þekkingu sem útstöð þjónustukaupa þarfnast að öllu jöfnu.
Innifalið er meðal annars:
Notendaþjónusta er stöðluð þjónustulausn og snýr eingöngu að umsjón notenda.
Innifalið er meðal annars:
Í netþjónarekstri er haft að leiðarljósi að þjónustukaupi geti gengið að allri þeirri þjónustu hjá Þekkingu sem netþjónar þarfnast að öllu jöfnu.
Til netþjóns telst sú samsetning vél- og hugbúnaðar sem veitir biðlara þjónustu og keyrir Microsoft Windows eða Linux/Unix stýrikerfi. Þegar talað er um netþjón í viðauka þessum nær það jöfnum höndum til búnaðar sem stendur einn og einnig sýndarnetþjóns sem er hluti af stærri vél- og hugbúnaðarheild.
Innifalið er meðal annars:
Gagnagrunnar halda utan um og geyma oft mikilvægustu gögn fyrirtækja og því afar mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og rekstur.
Gagnagrunnsþjónusta Þekkingar nær til Oracle, MS SQL og MySQL. Um er að ræða það gagnagrunnsþjónustu (DBA) sem leggur áherslu á áreiðanleika, uppitíma og öryggi gagnagrunnsumhverfis þjónustukaupa.
Innifalið er meðal annars:
Í rekstri verslunarkassa er haft að leiðarljósi að þjónustukaupi geti gengið að allri þeirri þjónustu hjá Þekkingu sem búnaðurinn þarfnast að öllu jöfnu.
Innifalið er meðal annars:
Rekstur viðskiptakerfa er sérsniðin þjónustu- og rekstrarlausn Þekkingar og þarfnast ávallt aðlögunar að þörfum og kröfum þjónustukaupa um það/þau viðskiptakerfi sem sem hann notar.
Til viðskiptakerfa teljast kjarnakerfi viðskiptalausnarinnar auk allra viðhengja þess s.s. sérhæfðir módúlar sem keyra ofan á kjarnanum auk jaðarbúnaðar sem tengjast kerfinu með beinum hætti.
Innifalið er meðal annars:
Í rekstri netbúnaðar er haft að leiðarljósi að þjónustukaupi geti gengið að allri þeirri þjónustu hjá Þekkingu sem netbúnaður þarfnast að öllu jöfnu.
Innifalið er meðal annars:
Afritunarþjónusta Þekkingar er rekin á vél- og hugbúnaði sem er á ábyrgð Þekkingar. Þekking sér um allar uppfærslur á miðlægum einingum kerfisins og ber ábyrgð á að miðlægar þjónustur séu tiltækar og reknar með öruggum hætti.
Í upphafi samnings þarf Þjónustukaupi að ákveða í samráði við Þekkingu hverjar afritunarþarfirnar eru m.t.t. gagnataps þ.e. hversu tíð þarf afritunin að vera og hvert ásættanlegt gagnatap má vera. .