Upplýsingaöryggisstefna Þekkingar lýsir áherslu félagsins á upplýsingavernd, umbótum og öryggi í allri upplýsingavinnslu. Það er ásetningur Þekkingar að eignir, þar með talin gögn og aðrar upplýsingar, séu varin sem kostur er og í fyllsta samræmi við fyrirmæli yfirvalda, lög og reglugerðir. Verja þarf upplýsingaeignir félagsins fyrir öllum ógnum, hvort sem þær eru innri eða ytri, hvort sem þær eru af ásetningi, vegna óhappa eða af slysni. Innleiðing og framkvæmd stefnunnar er mikilvæg til að fullvissa starfsmenn, samstarfsaðila, viðskiptavini og birgja um að Þekking stjórni öryggi upplýsinga sinna með ábyrgum hætti.
Það er markmið Þekkingar að öryggi upplýsinga sé óaðskiljanlegur hluti reksturs upplýsingakerfa og annarrar starfsemi félagsins. Áhersla er á að varðveita trúnað, heilleika og tiltækileika upplýsinga Þekkingar þannig að þær nýtist sem best í starfsemi fyrirtækisins. Það að vernda upplýsingar fyrirtækisins á skilvirkan hátt ásamt því að tryggja samfelldan rekstur og lágmarka rekstraráhættu er okkar markmið.
Stefna þessi tekur til allrar starfsemi Þekkingar. Stefnan nær til allrar umgengni og vistunar upplýsinga hjá fyrirtækinu á hvaða formi sem er og á hvaða miðli sem er. Stefnan nær til samskipta starfsmanna, samstarfsaðila, viðskiptavina og birgja. Hún nær einnig til hvers konar skráningar, vinnslu, samskipta, dreifingar, geymslu og eyðingar upplýsinga hjá félaginu. Stefnan tekur jafnframt til húsnæðis og búnaðar þar sem upplýsingar eru meðhöndlaðar eða vistaðar.
Stefnan skal vera aðgengileg áhugasömum, bæði þeim sem eru innan fyrirtækis sem og utan. Brot á stefnunni verða meðhöndluð sem alvarlegt agabrot og verða meðhöndluð í samræmi við agaferli félagsins.
Þekking mun stjórna upplýsingaöryggi á kerfisbundin hátt með því að starfrækja formlegt stjórnkerfi upplýsingaöryggi samkvæmt ISO/IEC 27001:2022.
Í handbókum félagsins er að finna skjalfestar ráðstafanir til framfylgni stefnu þessari.
Ábyrgð á framkvæmd og viðhaldi stefnunnar skiptist þannig:
Síðast uppfært: Kópavogur, 6. júlí 2023