Mynd: Joshua Earle á Unsplash

Öruggur og hagkvæmur rekstur

með útvistun tölvukerfa

Mynd: Tomáš Malík á Unsplash

Flóknir hlutir einfaldaðir

fyrirsjáanlegur kostnaður

Stafræn framtíð byggir á þekkingu

Verðmætt samstarf auðgar rekstur fyrirtækja

Stjórnendur stofnana og fyrirtækja geta einbeitt sér að sinni lykilstarfsemi vitandi af tölvukerfinu í öruggum rekstri hjá Þekkingu. Fyrirsjáanlegur kostnaður og hagkvæmni með útvistun upplýsingatækni veitir hugarró. Þekking færir viðskiptavinum sínum framúrskarandi hýsingarumhverfi, lausnir, ráðgjöf og góða þjónustu.

HAFÐU SAMBAND

 460 3100

|

Aukinn ávinningur með útvistun

Hagræðing

Með útvistun kemur þú í veg fyrir ófyrirsjáanlegan kostnað við rekstur á eigin tölvukerfi. Úreldur búnaður, endurmenntun starfsfólks, ytri aðstæður og aðrir óvissuþættir geta skapað mikinn ófyrsjáanlegan kostnað við rekstur fyrirtækja á eigin tölvukerfum.

Öryggi

Útvistaðu tölvukerfinu í öruggu umhverfi hjá Þekkingu. Starfsfólk á vakt 24/7 alla daga ársins, reglulegar uppfærslur og endurnýjun á búnaði tryggja rekstraröryggi þíns tölvukerfis.

Hugarró

Með fyrirsjáanlegum kostnaði og tölvukerfi í öruggum rekstri getur þitt fyrirtæki einbeitt sér að sinni lykilstarfsemi.

Betri samvinna með Microsoft Teams

ráðgjöf, innleiðing, kennsla

Microsoft Teams er eitt öflugasta verkfærið sem völ er á í Office 365-svítunni. Teams auðveldar starfsfólki að sinna sínum verkefnum. Það auðveldar samvinnu starfsfólks og er hentug lausn þegar kemur að fjarfundum, bæði með samstarfsfélögum og viðskiptavinum.

Fyrirtæki og stofnanir velja Þekkingu

Hjá okkur skiptir fagmennska og lipur þjónusta miklu máli og því má segja að það sé góður samhljómur milli aðila þar sem það endurspeglast í gildum Þekkingar.

Kjartan Örn Þórðarson, framkvæmdastjóri Lyf & heilsu

Við erum virkilega ánægð með fagleg og frábær vinnubrögð starfsfólks Þekkingar við flutning á umhverfi okkar yfir til þeirra. Yfirfærslan gekk hnökralaust og starfsfólk A4 er hæstánægt með hversu vel og hratt kerfin virka. Þekking hefur reynst öflugur þjónustuaðili fyrir A4.

Vilhjálmur Sturla Eiríksson, framkvæmdastjóri sölusviðs A4