Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Mynd: Joshua Earle á Unsplash

Ófullnægjandi netöryggi er áhætta

sem þitt fyrirtæki ætti ekki að taka

Mynd Peter Livesey á Unsplash

Veldu áhyggjuleysi

í upplýsingatækni

Mynd Sam Schooler á Unsplash

Framúrskarandi samstarfsaðili í upplýsingatækni

veitir þínu fyrirtæki forskot

Stafræn framtíð byggir á þekkingu

Verðmætt samstarf auðgar rekstur fyrirtækja

Stjórnendur stofnana og fyrirtækja geta einbeitt sér að sinni lykilstarfsemi vitandi af tölvukerfinu í öruggum rekstri hjá Þekkingu. Fyrirsjáanlegur kostnaður og hagkvæmni með útvistun upplýsingatækni veitir hugarró. Þekking færir viðskiptavinum sínum framúrskarandi hýsingarumhverfi, lausnir, ráðgjöf og góða þjónustu.

Vissir þú að 91% heppnaðra tölvuárása má rekja til mannlegra mistaka?

Fjarvinna í gegnum upplýsingatækni

Microsoft Teams

Microsoft Teams er eitt öflugasta verkfærið sem völ er á í Microsoft 365 svítunni. Teams auðveldar starfsfólki að sinna sínum verkefnum, bætir samvinnu starfsfólks og er hentug lausn þegar kemur að fjarvinnu og fjarfundum, bæði með samstarfsfélögum og viðskiptavinum.

Með Teams símkerfi sameinar þitt fyrirtæki mörg tól í eina lausn og einfaldar á sama tíma vinnuumhverfi starfsfólks.

Kynntu þér nánar hvernig Teams getur hjálpað þínu fyrirtæki.

Öryggisvitund Þekkingar

Öryggisvitundarþjálfun á að vera skemmtileg, grípandi og í hávegum höfð. Öryggisvitund Þekkingar er lausn sem hjálpar þínu fyrirtæki að draga úr hættunni á tölvuöryggisbrotum á skilvirkan hátt. Stutt og hnitmiðuð örmyndbönd byggja upp sterka öryggismenningu og hjálpa þínu starfsfólki að öðlast færni til að meta ógnir og verjast þeim.

Prófaðu frítt og sjáðu hvernig Öryggisvitund Þekkingar getur hjálpað þínu fyrirtæki.

Fyrirtæki og stofnanir velja Þekkingu

Starfsmenn umboðsmanns skuldara hafa verið ánægðir með þá þjónustu sem Þekking hefur veitt þeim í gegnum árin. Það hefur verið hægt að treysta því að gögnin okkar og kerfin séu í öruggum höndum hjá Þekkingu og höfum við notið aðstoðar og leiðsagnar starfsmanna Þekkingar við innleiðingar á alls kyns nýrri tækni og kerfum. Þetta er gríðarlega mikilvægt í starfsemi okkar.

Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara

Jarðboranir eru með rekstur bæði á Íslandi og erlendis og oft á tíðum við krefjandi aðstæður. Þekking hefur staðið sig vel í þjónustu sinni við félagið og lagt sig fram við að aðlagast síbreytilegu rekstrarumhverfi Jarðborana. Samskipti mín við okkar viðskiptastjóra á þessum árum hafa verið mjög góð og í sameiningu höfum við unnið að lausn ýmissa verkefna.

Guðjón Ásmundsson , fjármálastjóri Jarðborana

Hjá okkur skiptir fagmennska og lipur þjónusta miklu máli og því má segja að það sé góður samhljómur milli aðila þar sem það endurspeglast í gildum Þekkingar.

Kjartan Örn Þórðarson, framkvæmdastjóri Lyf & heilsu

Við erum virkilega ánægð með fagleg og frábær vinnubrögð starfsfólks Þekkingar við flutning á umhverfi okkar yfir til þeirra. Yfirfærslan gekk hnökralaust og starfsfólk A4 er hæstánægt með hversu vel og hratt kerfin virka. Þekking hefur reynst öflugur þjónustuaðili fyrir A4.

Vilhjálmur Sturla Eiríksson, framkvæmdastjóri sölusviðs A4