.
Spjaldtölvur eru órjúfanlegur þáttur í kennslu grunnskólabarna í vel flestum grunnskólum landsins. Það hefur opnað á enn frekari möguleika og þægindi í kennslu ásamt því að gera námið áhugaverðara fyrir nemendur. Áður en skólaganga barna hefst hafa þau mörg hver öðlast töluverða færni í notkun á spjaldtölvum, þó á misjafnan hátt. Því er nauðsynlegt að geta haft betri yfirsýn og stjórnun á tækjunum.
Kennsla í gegnum spjaldtölvur er virkilega flott og af mörgum talin frábær viðbót við fræðslu nemenda. Þó bætast við margvísleg önnur verkefni við tölvudeildir og umsjónaraðila spjaldtölvana. Þú kannast án efa við umfangið sem fylgir snjalltækjunum og tímann sem fer í bara þann hluta. Það eru uppfærslur, útdeiling á hugbúnaði, aðgangsstýring, hvaða hugbúnaður er á hverju tæki, setja takmarkanir fyrir meira öryggi nemenda ofl. ofl.
Miðlægt stjórnborð
Á einum stað getur þú fylgst með, stjórnað og keyrt út öpp og reglur fyrir öll snjalltæki.
Í skólum tengjast netinu tugir, hundruð og oft á tíðum þúsundir spjaldtölva fyrir fjarkennslu og blandaða kennslu. Þetta kallar á að upplýsingatækniteymin þurfa að glíma við ýmsar áskoranir við að hafa umsjón og stjórna öllum þessum tækjum. Lightspeed Mobile Device Management (MDM) tryggir örugga, skilvirka og skalanlega umsjón á bæði spjaldtölvum og hugbúnaði nemenda í notendavænu stjórnborði.
MDM er miðlæg og skalanleg skýjalausn sem gerir umsjón á spjaldtölvum einfaldari. Vinnuálag getur minnkað töluvert fyrir umsjónaraðilar spjaldtölvanna með sjálfsafgreiðslu á hugbúnaði þar sem kennarar og nemendur geta nálgast samþykktan hugbúnað tengt náminu. Einnig með því að keyra inn, fjarlægja og breyta hundruðum reglna og fræðsluforrita án þess að innkalla tækin sem lágmarkar þannig dæmigerðan niðritíma og kostnað.
Framboð á óviðeigandi eða ólöglegu efni vex á hverjum degi á Internetinu eins og snjóbolti. Þessu efni viljum við halda frá börnum hvar sem þau eru að vafra um á Internetinu. Lightspeed Filter er lausn í sérflokki til að sía í burtu óæskilegt og skaðlegt efni til að tryggja öryggi nemenda á Internetinu.
Lausnin er knúin af umfangsmesta gagnagrunni á þessu sviði sem byggður er á 20 ára vefskráningu og gervigreind. Jafnframt er gagnagrunnurinn uppfærður reglulega með listum frá CIA og UK Home Office.
Notaðu háþróaða gervigreind (AI-tækni) til að loka fyrir milljónir óviðeigandi, skaðlegra og óþekktra vefsvæða, mynda og myndskeiða. Lightspeed Filter hjálpar tækniteymum að skala öryggi nemenda með skýjatengdum vörnum sem virka í öllum tækjum, stýrikerfum og námsumhverfi.
Stjórnborð
Á skjótvirkan hátt getur þú séð hvaða efni nemendur og starfsólk er að skoða á Internetinu. Hvað er verið að leita mest af, hvaða notendur eru virkastir / minnst virkir of fleiri greiningar á netumferð.
Kennarar halda nemendum betur við efnið
Fylgstu með í rauntíma óvenjulegri virkni með því að skoða skjá nemenda, opnaðu eða lokaðu flipum og sendu þeim vefslóð til að skoða ásamt fleiri leiðum til að stjórna tækjum nemenda og halda þeim við efnið.
Með Lightspeed Classroom Management geta kennarar haldið nemendum sínum innskráðum, haldið þeim virkum í námi og verkefnum hvort sem þeir eru í eigin persónu eða fjarri kennslustofu. Háþróuð gervigreindar tækni gefur kennurum rauntíma sýn og stjórnun á stafrænu vinnusvæði nemenda sinna og virkni á netinu.
Kennarinn getur gengið úr skugga um að allir nemendur hafi einungis aðgang að réttri námskrá á netinu á þeim tíma þegar þeir eiga að nota hana, fært öllum nemendum á sama tíma tengla sem tengjast þeirri kennslustund sem er í gangi. Að auki getur kennari lokað fyrir óviðeigandi eða truflandi vefsíður og öpp ásamt því að sjá hversu virkir nemendur eru og aðstoðað þá sem þurfa.
Fylgstu með þeim hugbúnaði sem þú hefur keypt og hvernig hann er notaður. Lightspeed Analytics / Digital Insight er sérsniðin lausn til að veita skólum áreiðanlega innsýn á nýtingu allra verkfæra sem þau innleiða svo kennarar geti tekið stefnumótandi nálgun á notkun tækninnar með sérsniðinni skýrslugerð.
Samvinnu um námskrár og tækniákvarðanir í skólunum verður auðveldari með því að sjá öll þau verkfæri sem eru í notkun ásamt því að fylgjast með þátttökumynstri nemanda í gegnum sérsniðin mælaborð, uppsöfnuð gögn og á sjónrænan máta. Nákvæmari fjárhagsáætlun, fylgstu með útgjöldunum til að samræma við fjárhagsáætlunina og sjáðu arðsemina eftir notkun á verkfærum.
Yfirsýn skólans
Á einu mælaborði getur þú fengið upp rauntímagögn um þróun og notkun á forritum í skólanum sem gerir umsjónaraðilum kleift að kafa ofan í nákvæmar skýrslur fyrir betri ákvarðanatökur.
Lightspeed lausnirnar eru yfirgripsmiklar og skila þér umtalsverðum þægindum og betri yfirsýn fyrir spjaldtölvurnar ásamt auknu öryggi og betri kennslu fyrir nemendur skólans.