Nánar um sameiningu Wise og Þekkingar

May 16, 2024

Nánar um sameiningu Wise og Þekkingar

Á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar og gengu kaupin í gegn á haustmánuðum við samþykkt Samkeppniseftirlitsins. Þann 30.maí nk. munu loka skrefin verða tekin í samruna Wise og Þekkingar en frá og með þeim degi sameina fyrirtækin rekstur sinn undir einni kennitölu. Starfsfólk mun jafnframt sameinast undir einu þaki á skrifstofum fyrirtækisins að Ofanleiti 2 í Reykjavík og Hafnarstræti 91 á Akureyri. 


Frá og með 1. júní munu allir reikningar berast frá kennitölu Wise, kt. 630407-0870. Heimasíða og símanúmer Þekkingar helst óbreytt og viðskiptavinir Þekkingar geta áfram sótt þjónustu í gegnum sömu þjónustugátt og áður. Áhrif þessa formlega samruna ætti því að vera minniháttar fyrir viðskiptavini Þekkingar. 


Viðskiptavinir Þekkingar geta nálgast frekari upplýsingar í síma 4603100 og á heimasíðu Þekkingar: 

https://www.thekking.is/ 

https://thekking.myportallogin.co.uk/


Við sameiningu Wise og Þekkingar bjóðum við nú heildstætt lausnaframboð á sviði upplýsingatækni. Sameinað lausnaframboð okkar samanstendur af hýsingu og rekstrarþjónustu ásamt heildarlausnum á sviði viðskipta fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. 


Sameinað fyrirtæki byggir á sterkum grunni beggja fyrirtækja og nú geta viðskiptavinir sótt alla okkar þekkingu og sérfræðikunnáttu á einum stað. Við erum stórhuga og ætlum okkur að styðja við okkar kraftmiklu viðskiptavini með framsæknum, traustum og markvissum lausnum. 


By Auður Karitas Þórhallsdóttir July 19, 2024
Bilunin hefur ekki haft áhrif á rekstrarumhverfi Wise og Þekkingar
By Ólöf Kristjánsdóttir May 30, 2024
Heildstætt lausnaframboð sem hjálpar notendum að ná árangri
Hýsingarumhverfi flutt í nýtt gagnaver atNorth
By Jóhannes Stefánsson February 7, 2024
Hýsingarumhverfi Þekkingar hefur verið flutt í nýtt gagnaver atNorth.
Fleiri fréttir
Share by: