Wise og Þekking taka næstu skref í sameiningunni

May 30, 2024

Heildstætt lausnaframboð sem hjálpar notendum að ná árangri

Á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar og gengu kaupin í gegn á haustmánuðum við samþykkt Samkeppniseftirlitsins. Nú hafa fyrirtækin verið sameinuð undir merkjum Wise að Ofanleiti 2 í Reykjavík og Hafnarstræti 91 á Akureyri. Nú þegar eru einnig skrifstofur í Litháen. Við sameininguna verður til eitt af öflugri fyrirtækjum í upplýsingatækni á Íslandi með tæplega 200 starfsmenn og yfir 4 milljarða veltu.

Wise býður nú upp á heildstætt lausnaframboð á sviði upplýsingatækni sem samanstendur af hýsingu og rekstrarþjónustu ásamt heildarlausnum á sviði viðskipta fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.


“Við byggjum á sterkum grunni beggja fyrirtækja og nú geta viðskiptavinir sótt alla okkar þekkingu og sérfræðikunnáttu á einum stað. Framundan er gríðarlega spennandi uppbygging. Við erum stórhuga og ætlum okkur að styðja við okkar kraftmiklu viðskiptavini með framsæknum og traustum lausnum. “ segir Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri Wise.


Í fararbroddi í þróun og innleiðingu skýjalausna


Wise hefur verið á mikilli uppleið undanfarið og vaxið gríðarlega á síðustu árum. Tekjur fyrirtækisins hafa margfaldast og starfsfólk er að nálgast 200. Vöruframboð hefur aukist til muna og Wise býður nú breitt úrval þjónustu og lausna. Wise er í fararbroddi í þróun og innleiðingu á skýjalausnum og hefur árangur á þeim vettvangi vakið athygli út fyrir landsteinana. Wise fékk tilnefningu til Microsoft Partner Award 2024 í flokki Business Applications SMB & Business Central þar sem Wise hafnaði í einu af efstu þremur sætunum af 30 fyrirtækjum sem hlutu tilnefningu.

 

Mikil áhersla er á skýjavæðingu viðskiptakerfa Wise og stuðning við skýjavegferð viðskiptavina. Þar spilar lykilhlutverk að lausnir Wise séu aðgengilegar í AppSource, markaðssvæði Microsoft fyrir skýjalausnir. Lausnum Wise í AppSource hefur fjölgað hratt á stuttum tíma og eru nú yfir 40 talsins. Þær eru sniðnar að þörfum fyrirtækja, sveitarfélaga og opinberra stofnana, til að létta undir á hinum ýmsu sviðum, t.d. við fjármálin, innkaupin eða starfsmannahald.

 

Í skýinu felast ótal tækifæri og ljóst er að þau fyrirtæki og stofnanir sem vilja ná og halda samkeppnisforskoti munu koma til með að nýta sér skýjalausnir á einhvern máta. Skýjaumhverfi býður upp á hagkvæmara og fyrirsjáanlegra rekstrarumhverfi ásamt því að opna á nýtingu gervigreindar og annarra tóla sem einungis standa til boða í skýinu. 


Nýjungar í vöruframboði 


Skeytamiðlun er nýjung í vöruframboði Wise og sér um að miðla skeytum á borð við rafræna reikninga og pantanir. Wise hefur einnig þróað lausnina Stafræn miðja stofnana sem mun einfalda öll samskipti og tengja sveitarfélög og ríkisstofnanir við Stafrænt pósthólf á island.is, Skeytamiðlun og Strauminn, þar sem öryggi gagna og rekstur er tryggður af Wise. 

 

Wise býður auk þess úrval stafrænna veflausna fyrir sveitarfélög og fyrirtæki sem gera þeim kleift að veita einstaklingum og fyrirtækjum rafræna þjónustu. Lausnirnar eru allar fullkomlega samþættar við Business Central og eiga það sameiginlegt að bjóða íbúum og öðrum viðskiptavinum upp á sjálfsafgreiðslu, ferlar eru sjálfvirknivæddir og fækka um leið dýrmætum handtökum starfsfólks. Veflausnir Wise hafa verið á mikilli siglingu síðustu misseri og hafa þegar fjölmörg sveitarfélög innleitt Wise Wallet veskislausnina og rafrænar umsóknir. Wise Wallet gerir þeim kleift að bjóða viðskiptavinum að vista kortin sín í farsímanum sem veitir aðgang að fyrirframgreiddri vöru eða þjónustu. Rafrænar umsóknir hafa umbylt þjónustu út á landsbyggðinni þar sem íbúar geta nú sótt um þjónustu og skráð sig í áskrift, t.d. mataráskrift, frístund og hundaleyfi, hjá sínu sveitarfélagi í gegnum vefgátt en áður þurfti jafnvel að keyra langar vegalengdir til að skila inn pappírum á bæjarskrifstofuna.


Heildstætt vöruframboð styður við stafrænan vinnustað


Wise styður við stafræna umbreytingu fyrirtækja og leggur þar áherslu á hagkvæmni, öryggi og framsýni. Lykil áherslur eru á að tvinna saman vöruframboði Wise og Þekkingar og vera þannig betur í stakk búin að bjóða viðskiptavinum okkar upp á heildstætt vöruframboð sem styður vel við þeirra markmið og framtíðarsýn. Þar fer fremst hönnun, uppsetningu og rekstur innviða, t.d. á þjónum, netkerfum, afritunum og öryggismálum. En einnig uppsetning og innleiðing viðeigandi viðskiptakerfa, raf- og sjálfvirknivæðing ferla til að bæta rekstur og þjónustu ásamt nýtingu viðskiptagreindar. Þannig geta viðskiptavinir öðlast betri yfirsýn yfir reksturinn og tekið gagnadrifnar ákvarðanir.

 

Vel heppnuð innleiðing á kerfum felur í sér þjálfun og stuðning við endanotendur og leggur Wise áherslu á að rækta gott samband við sína viðskiptavini. Markmiðið er að viðskiptavinir okkar geti rekið stafrænan vinnustað sem er eftirsóknarverður og samkeppnishæfur á öllum sviðum. Þar bjóðum við heildstætt vistkerfi með öflugum skýjalausnum Microsoft ásamt okkar eigin hugbúnaðarlausnum sem allar tala saman, má þar nefna Microsoft 365, Dynamics 365, Power Platform, Azure, skjala- og málakerfi, Teams, sérkerfi Wise o.fl.

 

Viltu vita meira um framboð Wise? Bókaðu tíma í ráðgjöf




By Auður Karitas Þórhallsdóttir July 19, 2024
Bilunin hefur ekki haft áhrif á rekstrarumhverfi Wise og Þekkingar
Á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar og gengu kaupin í gegn á haustmánuð
By Ólöf Kristjánsdóttir May 16, 2024
Nánar um sameiningu Wise og Þekkingar
Hýsingarumhverfi flutt í nýtt gagnaver atNorth
By Jóhannes Stefánsson February 7, 2024
Hýsingarumhverfi Þekkingar hefur verið flutt í nýtt gagnaver atNorth.
Fleiri fréttir
Share by: