Nýtt gagnaver á Akureyri

February 7, 2024

Hýsingarumhverfi flutt í nýtt gagnaver atNorth

Þekking hefur samið við atNorth um að nýta gagnaver þeirra á Akureyri. Hýsingarumhverfi Þekkingar á Akureyri, sem hefur verið rekið óslitið frá stofnun félagsins, verður lokað og allur búnaður fluttur í gagnaver atNorth.

 

Þekking hefur frá árinu 2001 rekið tvöfalt hýsingarumhverfi sem er landfræðilega aðskilið. Flutningur í gagnaver atNorth felur ekki í sér breytingu á því, en það uppfyllir allar öryggiskröfur enda byggt í samræmi við ítrustu staðla m.a. Tier 3.

 

„Þetta er eðlilegt skref í þróun félagsins,” segir Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar. „Það hentar ekki lengur að reka eigin hýsingu og við teljum okkur geta veitt betri og öruggari þjónustu við okkar viðskiptavini með því að flytja búnaðinn til atNorth. Við stefnum svo á að flytja hýsingu Þekkingar í Kópavogi inn í gagnaver síðar á árinu,” bætir hann við.

By Auður Karitas Þórhallsdóttir July 19, 2024
Bilunin hefur ekki haft áhrif á rekstrarumhverfi Wise og Þekkingar
By Ólöf Kristjánsdóttir May 30, 2024
Heildstætt lausnaframboð sem hjálpar notendum að ná árangri
Á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar og gengu kaupin í gegn á haustmánuð
By Ólöf Kristjánsdóttir May 16, 2024
Nánar um sameiningu Wise og Þekkingar
Fleiri fréttir
Share by: