Á fallegum og kyrrlátum haustmorgni í venjulegri morgunumferð kemur símtalið, þetta ónotalega símtal sem þú villt ekki fá. Þegar stutt er liðið á símtalið finnur þú að hjartslátturinn er á fullu, hitinn í andlitinu að verða óbærilegur og stress-hnútur heltekur líkamann. Þú hefur orðið fyrir tölvuárás! Eina sem þú hugsar um er hvernig nærðu verðmætunum til baka, hvert verður tjónið? Þú nær að róast nokkuð fljótt og andvarpar af létti því þér er sagt að það er til gott afrit...eða hvað?
Óþægileg spor að setja sig í og oft vill maður helst stinga hausnum í sandinn og hugsa að þetta komi ekki fyrir hjá mér. Þessi veruleiki er samt að verða líklegri og líklegri hjá flestum okkar. Samkvæmt nýlegri skýrslu er talið að 85% fyrirtækja/stofnana hafi orðið fyrir tölvuárás árið 2022 og því hreinlega bráðnauðsynlegt fyrir fyrirtæki og stofnanir að verja gögnin enn betur fyrir net- og tölvuárásum.
Þar kemur afritun gagna (staðbundin og
Microsoft 365 gögn) að góðum notum og er mikilvægt öryggisatriði hjá fyrirtækjum. Afritun gagna er órjúfanlegur hluti af rekstri og upplýsingaöryggi fyrirtækja. Staðan og þróun tölvuárása er hins vegar orðin þannig að ekki er lengur hægt að treysta eingöngu á hefðbundna afritun (þ.e. breytanlega afritun). Tölvuárásir snúast að stórum hluta um að ráðast á og eyðileggja afritin áður en raungögn eru tekin í gagnagíslingu eða eyðilögð. Það er hægt að tryggja sig betur. En hvernig?
Meðal afritunarlausna sem Þekking býður upp á er Óbreytanleg afritun (e. Immutable Backup). Óbreytanleg afritun er leið fyrir fyrirtæki og stofnanir til að
verja öryggisafritin
þeirra. Þessi afritunarleið virkar þannig að afritin fá tímastimpil á sig sem verður þess valdandi að afritið er ósnertanlegt í ákveðinn tíma. Ósnertanlegt þýðir að ekki er hægt að breyta eða eyða afritinu á þeim tíma. Einungis er hægt að nota það til að endurheimta.
Hvernig óbreytanleg afritun er best fyrir þig?
Í raun er þetta nokkuð einfalt og hægt að brjóta niður í 3-2-1-1-0 högun.
3 eintök ættu að vera til af gögnunum á...
2 mismunandi geymslu formi þar sem...
1 eintak er geymt á öðrum stað/byggingu og...
1 eintak er ónettengt eða í óbreytanlegu afriti þar sem...
0 villur eru til staðar í prófunum með SureBackup
Ákjósanlegt er að nota bæði óbreytanlega og hefðbundna afritun saman í heildargagnaverndarstefnu fyrirtækja og stofnana. Þannig geturðu haft afrit á staðnum með því að nota hefðbundna afritun á meðan annað afrit er óbreytanleg afritun í geymslu hjá þér eða á öðrum ótengdum stað. Einfalt er að setja í gang óbreytanlega afritun og gera þannig afrit af gögnunum þínum vel varin gegn gagnagíslatöku og slysum eða skemmdaverkum á borð við eyðingu gagna af völdum tölvuþrjóta eða starfsfólks.
Slæmir hluti koma fyrir netþjóna, gagnageymslur og gögn.
Njóttu þess að taka á móti óþægilega símtalinu vitandi að gögnin þín eru í ósnertanlegri afritun hjá Þekkingu og hafa því ekki orðið fyrir skaða af völdum gagnagíslatöku eða eyðingar þegar brotist hefur verið inn í tölvukerfið.