10 aðferðir til að verja fyrirtæki gegn netógnum

Steingrímur Fannar Stefánsson • Oct 04, 2023

Tölvukerfi fyrirtækja eru stöðugt undir árásum tölvuþrjóta, stundum oft á dag. Skiptir þá ekki máli af hvaða stærð fyrirtækið er. Því leynist það ekki neinum að í nútíma umhverfi er beinlínis ekki valkostur að vernda fyrirtæki gegn stanslausu áhlaupi netógna heldur brýn nauðsyn. Starfsfólk Þekkingar hefur kafað ofan í saumana og færir þér hérna 10 leiðir til að vernda fyrirtækið þitt gegn netárásum, ekki tæmandi listi. Í lokin eru fimm staðreyndir sem undirstrika hversu brýnar netöryggisráðstafanir eru í raun og veru.

Öryggismat

Byrjaðu netöryggisvörnina með því að gera ítarlegt öryggismat. Þetta ferli felur í sér að greina veikleika í netkerfi fyrirtækisins sem og öðrum kerfum og búnaði. Reglulegt mat og úttektir í kjölfarið veita innsýn í mögulega og þekkta veikleika sem gerir þér kleift að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana og draga þannig verulega úr áhættu og tjóni.

Barátta gegn ruslpósti

Ruslpóstur er áfram ein helsta leið fyrir netglæpamenn að gera netárásir. Starfsfólk er fyrsta vörnin gegn veiðitilraunum í gegnum tölvupóst en á sama tíma mesta hættan. Öryggisvitundarfræðsla til starfsfólks um að þekkja grunsamlegan tölvupóst, sérstaklega þá sem eru með óvænt viðhengi eða þar sem er beðið um viðkvæmar upplýsingar, er mjög mikilvæg forvörn. Notaðu einnig vandaðar síur og eftirlitskerfi fyrir tölvupósta til að lágmarka útbreiðslu á ruslpóstum.

Efla öryggisvitund

Vel upplýst starfsfólk er mikilvægur hluti í netöryggi fyrirtækja og heimila. Fjárfestu í alhliða öryggisvitundarþjálfun fyrir starfsfólkið. Gakktu úr skugga um að það er skilningur á mismunandi netógnum eins og vefveiðar, ruslpóstar og spilliforrit. Stöðug þjálfun heldur öllum uppfærðum um þróun áhættu og tækni.

Bæta meðferð lykilorða

Veik eða endurnotuð lykilorð eru gullin tækifæri fyrir netglæpamenn og svokallaða bot-a sem reyna með reglulegum tilraunum að komast inn í tölvukerfi og aðganga. Framfylgja skal ströngum lykilorðareglum innan fyrirtækisins. Hvatning eða reglur um notkun flókinna, einstakra lykilorða gerir óprúttnum aðilum töluvert erfiðara fyrir. Íhugaðu að innleiða lykilorða stjórnunartækja. Reglulegar lykilorðauppfærslur og notkun fjölþátta auðkenningar (MFA) bætir netöryggi hjá fyrirtækjum og einstaklingum.

Fjölþátta auðkenning (MFA)

Með tilkomu fjölþátta auðkenning (MFA) breyttist leikurinn töluvert við að tryggja aðgang að netreikningum, netkerfum og búnaði. Virkjaðu fjölþátta auðkenningu til að bæta við auknu netöryggi. MFA krefst þess að notendur staðfesti auðkenni þeirra með fleiri þáttum en bara notendanafni og lykilorði. Það gerir óviðkomandi aðilum verulega erfitt fyrir að komast aðgang sem ekki tilheyrir þeim.

Ítarlegt öryggi endapunkta

Hefðbundinn vírusvarnarhugbúnaður einn og sér er ekki nægjanleg vörn gegn nútíma netógnum. Uppfærðu í háþróaðar öryggislausnir fyrir endapunkta (netbúnað, tölvur, snjalltæki). Öryggisvakt tölvukerfa sem byggir á mannaðri vakt og gervigreind eru verkfæri sem geta greint og brugðist við nýjum ógnum í rauntíma og boðið upp á fyrirbyggjandi vernd.

Reglulegar uppfærslur

Gamall óuppfærður hugbúnaður og stýrikerfi eru hrópandi öryggisáhætta. Vertu með allan hugbúnað eins stýrikerfi og hugbúnað uppfærðan með nýjustu öryggisplástrum. Sjálfvirkar uppfærslur hjálpa til við að tryggja að þú missir ekki af mikilvægum uppfærslum.

Öflugur eldveggur í netkerfinu

Eldveggir netkerfa og stýrikerfa starfa sem verndarar fyrir nettengdan búnað. Vertu viss um að þú sért með öflugan eldvegg til að fylgjast með og stjórna netumferð. Farðu reglulega yfir og uppfærðu eldveggja reglur til að vera á undan netógnum því þær þróast æði hratt.

Öryggisafrit af gögnum og umhverfi

Netárás getur leitt af sér að gögn glatast, skemmast eða þau verða hneppt í gagnagíslingu. Alhliða gagnaafritun gerir tjón vegna netárása að öllum líkindum óverulegt. Taktu reglulega öryggisafrit af mikilvægum gögnum og kerfum. Tíð prófun á þessum aðferðum tryggir að aðferðirnar eru að virka rétt og endurheimt verður skilvirkari.

Innleiða dulkóðun

Dulkóða viðkvæm gögn bæði meðan á flutningi stendur og þegar þau eru geymd. Dulkóðun gerir gögn ólæsileg án viðeigandi dulkóðunarlykla. Notaðu dulkóðunarverkfæri og öruggar samskiptareglur til að vernda upplýsingarnar.

Það krefst fyrirbyggjandi nálgunar að vernda fyrirtæki gegn netógnum. Þær tíu aðferðir hér að ofan ásamt sláandi tölfræði undirstrika mikilvægi netöryggis í stafrænu umhverfi nútímans. Með því að taka varúðarráðstafanir alvarlega styrkir þú varnir fyrirtækisins og dregur úr líkum á að verða fórnarlamb netárása.


5 staðreyndir um netöryggisáhættur

Til að undirstrika hversu brýnt það er að vera með netöryggismálin í góðum höndum eru hér fimm sláandi staðreyndir.

 

Vefveiðar: Ein algengasta netógnin þar sem yfir 90% heppnaðra innbrota í tölvukerfi eiga uppruna sinn í gegnum vefveiðar (e.phishing) með tölvupósti.


Veikleikar lykilorða: Veik lykilorð eru enn mikið áhyggjuefni þar sem 81% gagnaleka má rekja til lélegra eða stolinna lykilorða.


Óuppfærður hugbúnaður: Hugbúnaður sem ekki er uppfærður reglulega er verulegt öryggismál þar sem leynst geta þekktir veikleikar. Slíkir veikleikar bera ábyrgð á 60% gagnaleka.

 

Þjálfun starfsfólks: Skilvirk öryggisvitund og þjálfun er nauðsynleg. 95% netöryggisbrota eru rakin til mannlegra mistaka.

 

Gagnagíslataka: Árásir sem leiða af sér gagnagíslatöku eru að aukast og er áætlað að kostnaður á heimsvísu fari upp fyrir 30 milljarða evra árið 2023, sem er um 66% aukning frá 2021.

Hafðu samband við ráðgjafa Þekkingar fyrir frekari upplýsingar um leiðir til að verjast netógnum.

Fá frekari upplýsingar
Hýsingarumhverfi flutt í nýtt gagnaver atNorth
By Jóhannes Stefánsson 07 Feb, 2024
Hýsingarumhverfi Þekkingar hefur verið flutt í nýtt gagnaver atNorth.
Þú hefur orðið fyrir tölvuárás
By Steingrímur Fannar Stefánsson 06 Nov, 2023
Þegar stutt er liðið á símtalið finnur þú að hjartslátturinn er á fullu, hitinn í andlitinu að verða óbærilegur og stress-hnútur heltekur líkamann. Þú hefur orðið fyrir tölvuárás! Eina sem þú hugsar um er hvernig nærðu verðmætunum til baka, hvert verður tjónið?
By Stefán Jóhannesson 20 Jul, 2023
Reykjavík, 20.júlí 2023 – Upplýsingatæknifyrirtækið Wise, sem sérhæfir sig í þróun, þjónustu og innleiðingu hugbúnaðarlausna á sviði viðskipta, hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé Þekkingar, sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana.
Fleiri fréttir
Share by: