Algengur misskilningur er að Microsoft taki afrit af Microsoft 365 gögnum þínum en það er ekki gert. Áhersla Microsoft er á innviði umhverfisins og uppitíma á vélbúnaði og hugbúnaði. Ábyrgðin á gögnunum liggur hins vegar hjá þér! Til að tryggja aðgengi og stjórn á Microsoft 365 gögnum þínum þarftu vera með Exchange, Sharepoint, OneDrive og Teams í afritun - Svo einfalt er það.
Í hnotskurn býður Microsoft einungis vernd á Microsoft 365 gögnum með landfræðilegum aðskilnaði gagnanna. Það sem er átt við með því er að gögnin eru á að minnsta kosti tveimur aðskildum stöðum. Slíkur aðskilnaður er fyrst og fremst vernd gegn vélbúnaðarbilunum, útfalli og hruni innviða.
Afrit er af öðrum toga og snýst um að taka afrit af sögulegum gögnum sem liggja á einum stað og geymd á öðrum. Tapir þú gögnum af einhverjum ástæðum eins og að þeim hefur verið eytt, stolið eða tekin í gíslingu getur þú ávallt náð þeim fljótt aftur áður en atburður átti sér.
Stutta svarið er að Microsoft tryggir ekki gögnin þín þótt þar sé gert ýmislegt mjög gott til að vernda þau. Engin trygging er fyrir hendi og nauðsynlegt fyrir Microsoft 365 notendur að átta sig á því. Hér má sjá nokkrar ástæður hvers vegna afritun á Microsoft 365 er mikilvæg.
Hér sést vel hversu mikilvægt það er að vera með trygga afritun af Microsoft 365 umhverfinu. Ógnir koma úr öllum áttum og þeim fjölgar sífellt. Möguleiki á endurheimt gagna og stillinga er því eitt af lykilatriðum fyrir öruggan rekstur fyrirtækja og stofnana.
Ekki láta falskt öryggi ráða för – vertu með afrit af Microsoft 365 gögnunum þínum!
Hafðu samband við ráðgjafa fyrir frekari upplýsingar um Microsoft 365 afritun