Af hverju þarftu að taka afrit af Microsoft 365 gögnunum þínum?

Jan 31, 2023

Algengur misskilningur er að Microsoft taki afrit af Microsoft 365 gögnum þínum en það er ekki gert. Áhersla Microsoft er á innviði umhverfisins og uppitíma á vélbúnaði og hugbúnaði. Ábyrgðin á gögnunum liggur hins vegar hjá þér! Til að tryggja aðgengi og stjórn á Microsoft 365 gögnum þínum þarftu vera með Exchange, Sharepoint, OneDrive og Teams í afritun - Svo einfalt er það.

Hvað er í boði hjá Microsoft?

Í hnotskurn býður Microsoft einungis vernd á Microsoft 365 gögnum með landfræðilegum aðskilnaði gagnanna. Það sem er átt við með því er að gögnin eru á að minnsta kosti tveimur aðskildum stöðum. Slíkur aðskilnaður er fyrst og fremst vernd gegn vélbúnaðarbilunum, útfalli og hruni innviða.


Afrit er af öðrum toga og snýst um að taka afrit af sögulegum gögnum sem liggja á einum stað og geymd á öðrum. Tapir þú gögnum af einhverjum ástæðum eins og að þeim hefur verið eytt, stolið eða tekin í gíslingu getur þú ávallt náð þeim fljótt aftur áður en atburður átti sér.

Hvers vegna þarf að afrita Microsoft 365?

Stutta svarið er að Microsoft tryggir ekki gögnin þín þótt þar sé gert ýmislegt mjög gott til að vernda þau. Engin trygging er fyrir hendi og nauðsynlegt fyrir Microsoft 365 notendur að átta sig á því. Hér má sjá nokkrar ástæður hvers vegna afritun á Microsoft 365 er mikilvæg.

  • Notanda eða gögnum eytt – viljandi eða óviljandi
    Eftir 45-90 daga er notandinn (reikningurinn), OneDrive gögnin og pósturinn horfinn fyrir fullt og allt sé þeim eytt.

  • Innri hættur
    Mikilvægt er að fyrirtæki vanmeti ekki innri hættur. Notendur gera mistök, hlaða niður sýktum skrám sem gera óskunda, leki á notendaheitum og aðgangsorðum o.fl. Notendur stela eða eyða gögnum viljandi, eiga við sönnunargögn, reyna að fela slóð sína o.s.frv. Microsoft hefur engin tök á að greina þarna á milli. Eina tryggingin sem þú hefur til að vernda gögnin er að geta endurheimt gögn frá afritum.

  • Ytri hættur
    Nú sem aldrei fyrr eru ytri hættur tíðar og alvarlegar. Vírusar, spilliforrit og gagnagíslataka valda fyrirtækjum skaða sem oft getur reynst þeim dýr og óafturkræfur. Gegnum tölvupóst og viðhengi laumast þessar ógnir inn fyrir varnir fyrirtækjanna. Oftar en ekki reynast afritunar- og endurheimtar eiginleikar Exchange ekki nægir til að ráða við alvarlegar árásir. Einungis afritataka getur verndað þau.

  • Laga- og hlítingarkvaðir
    Mörg fyrirtæki búa við kvaðir frá yfirvöldum um vernd og aðgengi að gögnum. Þessar kvaðir eru mismunandi milli landa en hér eins og áður er eina tryggingin sem þú hefur til að forðast mögulegar sektir, refsingu eða lögsóknir vegna tapaðra gagna að eiga af þeim trygg afrit sem auðvelt er að endurheimta.

  • Microsoft Teams
    Eftir innleiðingu á Microsoft 365 fær Teams það góða hlutverk að vera megin miðstöð allra samskipta innan fyrirtækisins sem og við ytri aðila. Teams bræðir saman heimana innan Microsoft 365 eins og Sharepoint og OneDrive. Einnig er haldið utan um verkefni í Teams sem gott er að eiga söguna um eftir að verkefni hefur verið lokað. Það eru ekki bara gögn og samskipti innan Teams sem þarf að vernda heldur býr Teams yfir stillingum af ýmsum toga, upplýsingum um meðlimi hópa, aðgang o.fl. sem einnig þarf að vernda.


Hér sést  vel hversu mikilvægt það er að vera með trygga afritun af Microsoft 365 umhverfinu.  Ógnir koma úr öllum áttum og þeim fjölgar sífellt. Möguleiki á endurheimt gagna og stillinga er því eitt af lykilatriðum fyrir öruggan rekstur fyrirtækja og stofnana.


Ekki láta falskt öryggi ráða för – vertu með afrit af Microsoft 365 gögnunum þínum!

Hafðu samband við ráðgjafa fyrir frekari upplýsingar um Microsoft 365 afritun

Fá frekari upplýsingar
By Auður Karitas Þórhallsdóttir 19 Jul, 2024
Bilunin hefur ekki haft áhrif á rekstrarumhverfi Wise og Þekkingar
By Ólöf Kristjánsdóttir 30 May, 2024
Heildstætt lausnaframboð sem hjálpar notendum að ná árangri
Á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar og gengu kaupin í gegn á haustmánuð
By Ólöf Kristjánsdóttir 16 May, 2024
Nánar um sameiningu Wise og Þekkingar
Fleiri fréttir
Share by: