Hefur þú velt fyrir þér kolefnissporum vegna internetnotkunar?

December 27, 2022

Loftslagsbreytingar skipta okkur öll máli og að vera meðvituð um okkar kolefnisspor er fyrsta skref í að geta áttað sig á því hvar við getum gert betur. Rifjum aðeins upp skilgreininguna á kolefnisspori. Samkvæmt Vísindavefnum þá er kolefnisspor ,,mælikvarði fyrir losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna mannsins”.[1] Athafnir mannsins eru orðnar að stórum hluta á netinu m.a. vegna vinnu og netverslun hefur aldrei verið jafnmikil og í dag. Skoðum hvað hefur komið fram um kolefnisspor Internetsins.


 


Hvað skilur tölvupóstur mikið eftir sig?

Árið 2020 fjallaði Financial Times um kolefnispor tölvupósta. Slíkt spor er í formi notkunar m.a. á rafmagni, sem kemur til vegna notkunar á tækjum, Internetsins og gagnavera. [2]


Á vefsíðunni Climate Impact Partnes kemur fram að Internetið notar mjög stóran hluta af orku, sem felur í sér eftirfarandi:

  • Framleiðslu og flutning
  • Rafmagn og kælingu.


Þetta felur í sér að tæknifyrirtæki þurfa að framleiða og flytja þá íhluti sem Internetið þarfnast s.s. tölvur, síma og gagnaþjóna. Tölvur og símar þurfa rafmagn og kælingu. Þetta er því óhjákvæmilegt m.v. þróunina?


Á vefsíðu Climate Impact Partnes kemur einnig fram að kolefnisspor hvers tölvupóst er 4 gr af CO2. Tölvupóstur sem inniheldur stór fylgiskjöl getur skilið eftir sig 50 gr af CO2. [3]  Til þess að setja þessar tölur í samhengi þá samkvæmt heimasíðu Kolefnisreiknis er kolefnisspor hins almenna íbúða á Íslandi um 12 tonn CO2 ígilda á ári.[4] Á heimasíðu Kolviðs kemur að venjuleg farþegaþota brennur um 3,5-4 tonnum af þotueldsneyti á klukkustund. [5]


Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um kolefnisspor við internetnotkun

  • Á heildar lífsferli eins megabæta tölvupósts (= 1 MB) gefur hann frá sér 20g af CO2. Það jafngildir að hafa gömlu tegundina af 60W ljósaperu logandi í 25 mín. Ef einn notandi sendir tuttugu tölvupósta á dag í heilt ár skapar það sömu koltvísýringslosun og bíll sem ekur 1000 km

  • Einn netbeinir eyðir 10.000 vöttum (10 kW). Mjög stór gagnaver nota allt að 100 milljón vött (100 MW) eða einn tíunda af afköstum varmaorkustöðvar. Í raun, ofan á orkuna sem þarf til að keyra netþjónana verður að kæla rafrásirnar með loftkælingu

  • Leit að veffangi þarf 3,4 Wh (0,8g CO2 jafngildi) en hækkar í 10g fyrir netleit sem skilar fimm niðurstöðum. Ef vefnotandi leitar að meðaltali 2,6 vefleit á dag er hægt að umreikna þennan notanda til að losa ígildi 9,9kg af CO2 á ári

  • Við notkun á vefnum þarf meðalnetnotandi árlega um 365 kWst af rafmagni og 2.900 lítra af vatni. Það samsvarar koltvísýringslosuninni þegar þú ferð 1.400 km á bíl sem er um það bil hringferð um Ísland


Það er því eðlilegt að velta því fyrir sér hvað er hægt að gera til þess að draga úr kolefnissporum sínum vegna internetnotkunar og velti ég því fyrir mér hvort styttri póstar séu betri, það hlýtur að vera. Hnappurinn ,,reply to all” hlýtur að vera líka takkinn sem við eigum að helst að smella ekki á ef margir viðtakendur eru í póstinum. Varðar stærð tölvupósta og viðhengi þá er umhverfið að breytast úr því að tölvupóstur með fylgiskjölum heyrir vonandi sögunni til, þar sem fólk er farið að deila skjölum á öruggari hátt og þar með umhverfisvænan hátt líka?


Gott ráð til umhugsunar er að fara reglulega yfir pósthólfið þitt, ekki vera áskrifandi af ruslpósti.


By Auður Karitas Þórhallsdóttir July 19, 2024
Bilunin hefur ekki haft áhrif á rekstrarumhverfi Wise og Þekkingar
By Ólöf Kristjánsdóttir May 30, 2024
Heildstætt lausnaframboð sem hjálpar notendum að ná árangri
Á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar og gengu kaupin í gegn á haustmánuð
By Ólöf Kristjánsdóttir May 16, 2024
Nánar um sameiningu Wise og Þekkingar
Fleiri fréttir
Share by: