Loftslagsbreytingar skipta okkur öll máli og að vera meðvituð um okkar kolefnisspor er fyrsta skref í að geta áttað sig á því hvar við getum gert betur. Rifjum aðeins upp skilgreininguna á kolefnisspori. Samkvæmt Vísindavefnum þá er kolefnisspor ,,mælikvarði fyrir losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna mannsins”.[1] Athafnir mannsins eru orðnar að stórum hluta á netinu m.a. vegna vinnu og netverslun hefur aldrei verið jafnmikil og í dag. Skoðum hvað hefur komið fram um kolefnisspor Internetsins.
Árið 2020 fjallaði Financial Times um kolefnispor tölvupósta. Slíkt spor er í formi notkunar m.a. á rafmagni, sem kemur til vegna notkunar
á tækjum, Internetsins og gagnavera.
[2]
Á vefsíðunni Climate Impact Partnes kemur fram að Internetið notar mjög stóran hluta af orku, sem felur í sér eftirfarandi:
Þetta felur í sér að tæknifyrirtæki þurfa að framleiða og flytja þá íhluti sem Internetið þarfnast s.s. tölvur, síma og gagnaþjóna. Tölvur og símar þurfa rafmagn og kælingu. Þetta er því óhjákvæmilegt m.v. þróunina?
Á vefsíðu Climate Impact Partnes kemur einnig fram að kolefnisspor hvers tölvupóst er 4 gr af CO2. Tölvupóstur sem inniheldur stór fylgiskjöl getur skilið eftir sig 50 gr af CO2. [3] Til þess að setja þessar tölur í samhengi þá samkvæmt heimasíðu Kolefnisreiknis er kolefnisspor hins almenna íbúða á Íslandi um 12 tonn CO2 ígilda á ári.[4] Á heimasíðu Kolviðs kemur að venjuleg farþegaþota brennur um 3,5-4 tonnum af þotueldsneyti á klukkustund.
[5]
Það er því eðlilegt að velta því fyrir sér hvað er hægt að gera til þess að draga úr kolefnissporum sínum vegna internetnotkunar og velti ég því fyrir mér hvort styttri póstar séu betri, það hlýtur að vera. Hnappurinn ,,reply to all” hlýtur að vera líka takkinn sem við eigum að helst að smella ekki á ef margir viðtakendur eru í póstinum. Varðar stærð tölvupósta og viðhengi þá er umhverfið að breytast úr því að tölvupóstur með fylgiskjölum heyrir vonandi sögunni til, þar sem fólk er farið að deila skjölum á öruggari hátt og þar með umhverfisvænan hátt líka?
Gott ráð til umhugsunar er að fara reglulega yfir pósthólfið þitt, ekki vera áskrifandi af ruslpósti.