Stórir netverslunardagar

November 21, 2022

Flest okkar nota eða hafa nýtt útsöludaga í verslunum og netverslunum til að gera hagstæð kaup. Það eru nokkrir stórir netverslunardagar yfir árið eins og Black Friday, Singles Day og Cyber Monday með tilheyrandi auglýsingaflóði fyrir dagana. Að því tilefni er vert að benda á að vikan í aðdraganda Black Friday, eða svartur föstudagur er ein stærsta vika í netsvindlum.

Samkvæmt stuttri rannsóknarvinnu fyrir þessa grein má búast við að netsvindl tvöfaldist hið minnsta fyrir Black Friday. Sum netsvindl er búið að vinna í vikum og mánuðum saman og herferðirnar jafnvel hafnar löngu fyrir þessa stóru afslátta daga og því getur verið erfitt að greina á milli hvað er netsvindl og hvað ekki.



Hvað skal hafa í huga?

Það eru nokkur atriði sem við ættum alltaf að hafa í huga en eiga það til að gleymast. Helstu leiðir sem óprúttnir aðilar nota eru veiðar í gegnum tölvupóst, einkaskilaboð og vefsíður. Einnig er notast við raunlæg svindl sem koma meðal annars í gegnum símtöl og QR kóða.

Tölvupósts svindl er mjög algeng leið fyrir svindlara

Tölvupóstur er gjarnan notaður til að fiska viðtakendur í að smella á hlekki eða hnappa og beina þeim þannig á falskar vefsíður sem lofa ótrúlegan afslátt eða álíka gylliboð. Einnig dulbúa svindlarar tölvupóst þannig að tölvupósturinn virðast vera að koma frá flutningsaðila.

  • Skoða slóðirnar vel sem eru á bak við hlekkina eða hnappana ásamt því að rýna vel í tölvupóstfangið frá sendandanum.

  • Hingað til höfum við verið heppin hversu íslenskan reynist erlendum svindlurum erfið en þar hefur orðið breytinga á. Bæði vegna þess að Google Translate þjónustan verður alltaf betri ásamt því virðist vera að Íslendingar séu jafnvel farnir að vinna verktaka vinnu hjá þessum aðilum við þýðingar og eflaust án þess að vita af því að um vinnu fyrir svindlara er að ræða.


Vefsíður geta leynt á sér og passa þarf að þær eru öruggar

  • Nota skal vefsíður sem eru með https:// fremst í slóðinni. Oft er þetta merkt í vöfrum sem lokaður lás fyrir framan slóðina.

  • Nota vefsíður sem eru traustar eða sem notaðar hafa verið áður og eru búnar að vera til í mörg ár og maður treystir. Aftur á móti eru þekktar síður stundum speglaðar og því mjög líkar í útliti. Því þarf að vera með augun opin og skoða til dæmis vefslóðina.
  • Svindlarar nota líka oft gjafakort eða afsláttarmiða til að lokka notendur inn á varasama staði. Þetta gæti komið á ýmsu formi eins og með tölvupóst, sms, samfélagsmiðlum, búið að bera út miða í póstkassa og límmiðar úti með QR kóða.


Við þurfum að vera á varðbergi gagnvart vefsíðum þar sem óprúttnir aðilar herma gjarnan eftir þekktum vefsíðum og því virðist allt vera í lagi.

Raunlæg svindl geta verið til dæmis símtöl og QR kóðar

Símtöl frá útlöndum eru algeng leið til svika. QR kóðar geta innihaldið vefslóð sem flytur þig yfir á varasama vefsíðu.


  • Svara símtali frá útlöndum er kannski í lagi ef þú átt von á slíku símtali. Ef þú þekkir ekki númerið eða átt ekki von á símtali að utan ættir þú að hafa varann á.

  • Ef óþekktur aðili hringir frá útlöndum og biður þig um að hringja til baka eða slítur símtalinu ættir þú ekki að hringja til baka. Þumalputtareglan er að ef það er mikilvægt þá mun aðilinn hringja til baka.

Einkaskilaboð í síma og samfélagsmiðla eins og Facebook, Instagram, LinkedIn og Twitter

Einkaskilaboð á framangreindum miðlum kom oft frá óþekktum aðilum. Einnig geta verið sérkennileg skilaboð frá þekktum notendum eða vinum.

  • Aldrei ætti að treysta skilaboðum frá óþekktum aðilum.

  • Fáir þú skrítin eða óvanaleg skilaboð frá þekktum aðila eða vin er besta leiðin að hringja í viðkomandi og fá skilaboðin staðfest. Mögulega hefur aðgangur þess aðila verið hakkaður.




By Auður Karitas Þórhallsdóttir July 19, 2024
Bilunin hefur ekki haft áhrif á rekstrarumhverfi Wise og Þekkingar
By Ólöf Kristjánsdóttir May 30, 2024
Heildstætt lausnaframboð sem hjálpar notendum að ná árangri
Á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar og gengu kaupin í gegn á haustmánuð
By Ólöf Kristjánsdóttir May 16, 2024
Nánar um sameiningu Wise og Þekkingar
Fleiri fréttir
Share by: