Flest okkar nota eða hafa nýtt útsöludaga í verslunum og netverslunum til að gera hagstæð kaup. Það eru nokkrir stórir netverslunardagar yfir árið eins og Black Friday, Singles Day og Cyber Monday með tilheyrandi auglýsingaflóði fyrir dagana. Að því tilefni er vert að benda á að vikan í aðdraganda Black Friday, eða svartur föstudagur er ein stærsta vika í netsvindlum.
Samkvæmt stuttri rannsóknarvinnu fyrir þessa grein má búast við að netsvindl tvöfaldist hið minnsta fyrir Black Friday. Sum netsvindl er búið að vinna í vikum og mánuðum saman og herferðirnar jafnvel hafnar löngu fyrir þessa stóru afslátta daga og því getur verið erfitt að greina á milli hvað er netsvindl og hvað ekki.
Það eru nokkur atriði sem við ættum alltaf að hafa í huga en eiga það til að gleymast. Helstu leiðir sem óprúttnir aðilar nota eru veiðar í gegnum tölvupóst, einkaskilaboð og vefsíður. Einnig er notast við raunlæg svindl sem koma meðal annars í gegnum símtöl og QR kóða.
Tölvupóstur er gjarnan notaður til að fiska viðtakendur í að smella á hlekki eða hnappa og beina þeim þannig á falskar vefsíður sem lofa ótrúlegan afslátt eða álíka gylliboð. Einnig dulbúa svindlarar tölvupóst þannig að tölvupósturinn virðast vera að koma frá flutningsaðila.
Við þurfum að vera á varðbergi gagnvart vefsíðum þar sem óprúttnir aðilar herma gjarnan eftir þekktum vefsíðum og því virðist allt vera í lagi.
Símtöl frá útlöndum eru algeng leið til svika. QR kóðar geta innihaldið vefslóð sem flytur þig yfir á varasama vefsíðu.
Einkaskilaboð á framangreindum miðlum kom oft frá óþekktum aðilum. Einnig geta verið sérkennileg skilaboð frá þekktum notendum eða vinum.