Fyrsta flokks öryggislausnir í upplýsingatækni

April 29, 2021

Þekking hefur útvíkkað farsælt samstarf sitt við ConnectWise sem er leiðandi fyrirtæki á sviði rekstrarlausna í upplýsingatækni. Á síðasta ári keypti ConnectWise fyrirtækin Perch og StratoZen sem hafa verið á meðal fremstu netöryggisfyrirtækja í upplýsingatækni og eru lausnir þeirra nú orðnar hluti af sterku þjónustuframboði ConnectWise.



„Umfang netárása, innbrota og fjárkúgana í hinum stafræna heimi vex á ógnarhraða og styður samstarfið við þau markmið Þekkingar að bjóða viðskiptavinum ávallt upp á fyrsta flokks öryggislausnir. Það hefur verið mikil ánægja með samstarf okkar við ConnectWise í þjónustulausnum og erum við spennt að geta nú boðið upp á umtalsvert breiðara úrval öryggislausna og þjónustu sem munu koma sér mjög vel fyrir okkar viðskiptavini í framtíðinni“ segir Stefán Jóhannesson framkvæmdastjóri Þekkingar.


„ConnectWise og Þekking hafa átt farsælt samstarf undanfarin ár og hefur Þekking áralanga reynslu af því að nýta lausnir okkar í sínum rekstri. Þekking hefur sýnt að þau búi yfir mikilli aðlögunarhæfi og framsýni á tímum síbreytilegs tækniumhverfis og hafa veitt viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu. Með þátttöku sinni í öryggisvegferð okkar, þar sem okkar nýjustu og bestu öryggislausnir hafa verið innleiddar, hefur Þekking útvíkkað þjónustuframboð sitt umtalsvert og er það mikið ánægjuefni fyrir okkur að geta stutt þá vegferð. Ég er þess fullviss að með þessari viðbót við framboð öryggislausna verði ávinningur viðskiptavina Þekkingar mikill og komi til með að færa öryggismál þeirra upp á næsta stig“segir Quinton Watts framkvæmdastjóri sölu öryggislausna hjá ConnectWise.


Rekstrarumhverfi viðskiptavina Þekkingar er nú vaktað af stjórnstöð upplýsingaöryggis (e. SOC) hjá ConnectWise allan sólarhringinn allt árið um kring. Í því felst að tölvur, tæki, netkerfi, netþjónar og sýndarumhverfi eru undir stöðugu eftirliti hóps öryggissérfræðinga sem nýta m.a. gervigreind til þess að greina ógnir. Sérfræðingarnir greina ógnir og veikleika sem valdið geta tjóni á borð við innbrot, fjárkúgun, vírusa og aðrar óværur og bregðast við þeim með viðeigandi hætti.


Öryggislausnir Þekkingar greina óeðlilega notendahegðun og stöðva árásir áður en þau skaða notendur og gögn viðskiptavina með tilheyrandi tjóni. Þekking býður viðskiptavinum sínum upp á ítarlegar úttektir og veikleikaskannanir þar sem rekstrarumhverfi þeirra er kortlagt með tilliti til upplýsingaöryggis. Í niðurstöðum úttekta eru lagðar fram tillögur að úrbótum til þess að tryggja megi framúrskarandi öryggi og rekstrarsamfellu.


Við viljum heyra í þér
Hafðu samband og sérfræðingar okkar meta stöðuna á upplýsingaöryggi í þínu fyrirtæki.

By Auður Karitas Þórhallsdóttir July 19, 2024
Bilunin hefur ekki haft áhrif á rekstrarumhverfi Wise og Þekkingar
By Ólöf Kristjánsdóttir May 30, 2024
Heildstætt lausnaframboð sem hjálpar notendum að ná árangri
Á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar og gengu kaupin í gegn á haustmánuð
By Ólöf Kristjánsdóttir May 16, 2024
Nánar um sameiningu Wise og Þekkingar
Fleiri fréttir
Share by: