Þekking Fyrirmyndarfyrirtæki 2021

May 20, 2021

Þekking hlaut nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki 2021 við formlega afhendingu viðurkenninga í Norðurljósasal Hörpu mánudaginn 17. maí. 



Í könnun VR á Fyrirtæki ársins er viðhorf starfsmanna til lykilþátta í starfsumhverfi vinnustaðarins metið. Gefin er einkunn fyrir hvern lykilþátt, frá einum og upp í fimm, og saman mynda þær heildareinkunn. Vægi þáttanna í heildareinkunn er misjafnt, stjórnun fyrirtækisins vegur þyngst.


„Við erum afar stolt af nafnbótinni Fyrirmyndarfyrirtæki 2021 og er viðurkenningin staðfesting á góðri vinnu hjá okkur undanfarin misseri og þá sérstaklega á síðastliðnu ári sem var krefjandi fyrir alla vinnustaði. Starfsfólk Þekkingar á hrós skilið fyrir frábæran árangur og góða samstöðu. Þetta endurspeglar að mínu mati að Þekking er góður vinnustaður, sem er jú það sem við viljum vera.“ segir Stefán Jóhannesson framkvæmdastjóri Þekkingar.


Könnunin er vettvangur fyrir félagsmenn til að koma skoðunum sínum á framfæri og láta stjórnendur vita af því sem vel er gert og hvað betur má gera. Niðurstöðurnar eru stjórnendum hafsjór upplýsinga og hagnýtur leiðarvísir um hvort úrbóta sé þörf og hvar. Þær sýna ekki einungis hver staða fyrirtækisins er í augum starfsmanna heldur einnig hver staða þess er í samanburði við önnur fyrirtæki á vinnumarkaði.



By Auður Karitas Þórhallsdóttir July 19, 2024
Bilunin hefur ekki haft áhrif á rekstrarumhverfi Wise og Þekkingar
By Ólöf Kristjánsdóttir May 30, 2024
Heildstætt lausnaframboð sem hjálpar notendum að ná árangri
Á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar og gengu kaupin í gegn á haustmánuð
By Ólöf Kristjánsdóttir May 16, 2024
Nánar um sameiningu Wise og Þekkingar
Fleiri fréttir
Share by: