Windows 11 - Nýtt útlit og aukið öryggi

Kristinn Geir Guðnason • Oct 06, 2021

Í gær, þriðjudaginn 5. október, gaf Microsoft út nýja útgáfu af Windows stýrikerfinu sínu, Windows 11.



Útgáfan er ókeypis fyrir þær tölvur sem eru með Windows 10 og styðja hana. Windows 11 er fyrst og fremst hannað með öryggi í huga og þarf vélbúnaðurinn að uppfylla meiri kröfur en áður svo hægt sé að uppfæra í nýju útgáfuna. 


Microsoft hefur endurhannað útlitið á Windows 11 og fært það sem skiptir mestu máli í miðjuna, þar á meðal Start hnappinn. Vanafastir notendur þurfa þó ekki að örvænta því auðveldlega er hægt er að færa hann aftur á sinn gamla stað, vinstra megin á skjánum. Start hnappurinn hefur tekið miklum breytingum, þar er allt það mest notaða fært fremst ásamt leitinni. 




Teams fyrir persónulegan Microsoft aðgang er nú innbyggt í Windows 11 stýrikerfið og er því hægt að tengjast við sína nánustu við fyrstu ræsingu. 

Microsoft Store hefur einnig verið mikið uppfærð og er það næsta skref Microsoft að koma Android öppunum inn í búðina svo hægt sé að keyra þau á stýrikerfinu. 



Horfðu á myndbandið og sjáðu það helsta sem Windows 11 býður upp á



Áhugasamir geta kynnst sér Windows 11 nánar á vefsvæði Microsoft með því að smella á hnappinn hér að neðan.


Nánar um Windows 11

Hýsingarumhverfi flutt í nýtt gagnaver atNorth
By Jóhannes Stefánsson 07 Feb, 2024
Hýsingarumhverfi Þekkingar hefur verið flutt í nýtt gagnaver atNorth.
Þú hefur orðið fyrir tölvuárás
By Steingrímur Fannar Stefánsson 06 Nov, 2023
Þegar stutt er liðið á símtalið finnur þú að hjartslátturinn er á fullu, hitinn í andlitinu að verða óbærilegur og stress-hnútur heltekur líkamann. Þú hefur orðið fyrir tölvuárás! Eina sem þú hugsar um er hvernig nærðu verðmætunum til baka, hvert verður tjónið?
By Steingrímur Fannar Stefánsson 04 Oct, 2023
Ekki leynist það nokkrum að á stafrænum tímum er ekki valkostur að vernda fyrirtæki gegn stanslausu áhlaupi netógna, það er nauðsyn. Smelltu hér til að lesa meira.
Fleiri fréttir
Share by: