Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Þekking hlýtur Gullvottun frá Microsoft

Þekking hlýtur Gullvottun frá Microsoft

Þekking hlaut á dögunum gullvottun Microsoft. Gullvottunin er veitt fyrir framúrskarandi þjónustu og sérfræðiþekkingu á lausnum Microsoft og er hæsta einkunn sem Microsoft gefur samstarfsaðilum sínum á tilteknum sérfræðisviðum.

„Þetta er ánægjulegt og undirstrikar áherslur Þekkingar í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu þegar kemur að upplýsingatækni. Við metum samstarfið við Microsoft mikils og höfum unnið markvisst í því undanfarin misseri að styrkja enn frekar tengsl okkar með það að markmiði að geta sinnt okkar viðskiptavinum, og framtíðarviðskiptavinum, enn betur á komandi árum, “ segir Stefán Jóhannesson framkvæmdastjóri Þekkingar.

Til að öðlast þessa vottun þurfa samstarfsaðilar að sýna fram á að sérfræðingar þeirra hafi lokið alþjóðlegum Microsoft-prófum og að þeir hafi sérhæft sig í að þjónusta tilteknar lausnir frá Microsoft. Auk þess þarf að sýna fram á umsagnir frá viðskiptavinum Þekkingar.

„Þekking er farsæll samstarfsaðili Microsoft til margra ára. Áhersla Þekkingar á innleiðingar á hugbúnaði frá Microsoft eins og Office 365 með áherslu á kennsluþáttinn hefur skilað fyrirtækinu góðum árangri og ánægðum viðskiptavinum. Notkun á upplýsingatækni er alltaf að aukast og þá er mikilvægt að þekkja það sem er til og hvernig á að nýta það. Við hjá Microsoft teljum að Þekking sé að ná góðum árangri með þessum áherslum sínum og verðlaunuðum fyrirtækið fyrir það á haustmánuðum 2017“ sagði Heimir Fannar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi um samstarfið við Þekkingu.