Reynslusaga Ingibjargar Ingu, skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar

Örstutt kynning á tilurð þjónustunnar:

Það hefur komið fram í í innra mati okkar skóla að upplýsinga- og tæknimennt sé ekki nægjanlega góð, meðal annars vegan skortst á fjármagni til að endurnýja tækni-og tölvubúnað.  Vilji er fyrir því að bæta úr þeim málum og er það þegar hafið. Fræðsluyfirvöld Borgarbyggðar vilja einnig styðja við kennara í kennslu í upplýsingatækni, þannig er tilurð þessa verkefnis til komin.

Sameiginlegt markmið er að mennta kennara skólans til þess að þeir séu í betur stakk búnir til að takast á við upplýsingatæknina. Með þjónustunni fá kennarar Grunnskóla Borgarfjarðar aðgang að þekkingu, upplýsingum sem hjálpar nemendum að tileinka sér hæfni sem nýtist þeim í síbreytilegu samfélagi.

Getur lýst því hvernig ráðgjöfin fór fram?

Hjálmur byrjaði á að vera með  námskeið fyrir alla kennara á Office 365,  umhverfi þess og möguleikum, Onenote, og Onenote Class Notebook.

Einnig var hann með kynningu á Mystery skype, Sway, Minecraft og notkunarmöguleikum þess í skólastarfi.

Skólinn hefur verið að kaupa spjaldtölvur og eitt af verkefnum Hjálms er að kynna ýmsa möguleika sem bjóðast með notkun þeirra í kennslu.

Hjálmur bauð kennurum síðan að hafa samband við sig um hvað þeir vildu takast á við með nemendum  og kom reglulega í skólann og fylgdi málum eftir.

Hvernig reyndist ráðgjöfin sem þið fenguð frá Hjálmi starfsmanni frá Þekkingu?

Ráðgjöf Hjálms hefur reynst okkur einkar vel og mikil ánægja kennara og stjórnenda með hans framlag til verkefnisins.

Voru þið ánægð með þjónustuna og ráðgjöfina?

Það tók okkur smá tíma að finna taktinn, menn héldu fyrst að verkefnið snéri einungis að einhverjum tæknimálum og viðgerðum. En þegar kennarar áttuðu sig á því að þeir gátu fengið Hjálm til að aðstoða inn í tíma við að kynna nýjar leiðir í kennslu, aðstoða þá með framsetningu verkefna og vinnu með nemendum þá fór boltinn að rúlla.

Verði þið áfram í samstarfi, hver eru næstu skref?

Við verðum með áframhaldandi samstarf við Þekkingu, samningur var gerður í 12 mánuði.

Næstu skref eru að halda áfram á sömu braut ásamt því að setja markmið og stefnumótun í upplýsingatækninámi í Grunnskóla Borgarfjarðar.

Á undirbúningsdögum skólans í haust ætlar Hjálmur að vera til staðar fyrir kennara ef þeir vilja leita til hans í tengslum við kennsluáætlanir og þá hvernig flétta megi verkefni í upplýsingatækni inn i hinar ýmsu greinar í kennslu.

Annað sem þú/þið viljið koma á framfæri?

Þakkir fyrir gott samstarf og framlag Hjálms í ráðgjöf.

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.