Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

5 góð ráð fyrir öruggari verslun á netinu.

5 góð ráð fyrir öruggari verslun á netinu

Að versla á netinu er einstaklega þægilegt og oft hægt gera frábær kaup án þess að fara út úr húsi. Maður þarf ekki einu sinni að klæða sig! Núna eru stórir dagar framundan í netverslun og hægt að gera stórgóð kaup. Við fengum hann Bæring Logason upplýsingaöryggisstjóra hjá okkur til að gefa 5 góð ráð fyrir öruggari verslun á netinu.

Svartur föstudagur (e. Black Friday), einn stærsti verslunardagur í netverslun, er framundan og fylgja nokkrir dagar strax á eftir með álíka tilboðum. Því er gott að hafa eftirfarandi 5 atriði í huga áður en við sláum inn kreditkortanúmerið.

Fylgi maður þessum 5 góðu ráðum fyrir öruggari verslun á netinu aukum við líkur á að verslunarferðin á netinu verði ánægjuleg 

 1. Notaðu góða vírusvörn og sterkt lykilorð.
  Þetta virðist augljóst en fjöldi fólks notar ekki vírusvörn. Það er afar mikilvægt til að verja tölvuna gegn vírusum og öðrum óværum – munum að símar þurfa líka vírusvarnir. Vírusvarnir þurfa líka að vera uppfærðar, flestar uppfæra þær sig sjálfar en það er gott að ganga úr skugga um það. Einnig að muna að nota sterk lykilorð, alltaf.
 2. Verslaðu aðeins við trausta aðila.
  Það besta sem hægt er að gera til að verja sig gegn vandræðum þegar verslað er á netinu er að venja sig á að versla aðeins við trausta aðila. Ef þú ert ekki viss um söluaðilann er gott að kynna sér einkunnagjöf hans og öryggisfyrirkomulag. Hvort hann bjóði upp á greiðslulausnir frá þriðja aðila eins og Borgun, Valitor, Korta eða Paypal.
 3. Notaðu alltaf kreditkort, ekki debetkort.
  Kreditkort eru öruggari valmöguleiki því þau hafa ákveðna heimild til úttektar en debetkort eru tengd beint við bankareikning. Kreditkort takmarka einnig ábyrgð eiganda kortsins ef það er notað af illvilja aðilum. Fyrirfram greidd kreditkort eru einnig mjög góður kostur þar sem aðeins er hægt að taka út vörur fyrir þá upphæð sem þú hefur sett þar inn.
 4. Vertu viss að netverslunin sé HTTPS.
  Þá eru upplýsingarnar milli tölvunnar þinnar og tölvu verslunarinnar dulrituð. Þetta er yfirleitt merkt með lás í slánni þar sem veffang (lén) síðunnar er skráð eða með HTTPS í stað HTTP í upphafi veffangs síðunnar.
 5. Haltu utan um gögnin þín.
  Prentaðu eða vistaðu kvittanir fyrir vörukaupum og geymdu þangað til þú hefur fengið vöruna í hendurnar og fullviss um að varan sé í lagi. Flestar síður senda kvittun fyrir kaupunum í tölvupósti og oftast með pantana númeri sem hægt er að vísa í. Skoðaðu bankayfirlitið þitt af meiri vandvirkni en vanalega. Ef þú sérð hreyfingar sem þú kannast ekki við skaltu láta bankann þinn eða kortafyrirtækið þitt vita ef það er eitthvað sem passar ekki miðað við það sem keypt var í netverslun.