Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Viljayfirlýsing á innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Þekking hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þekking er í hópi fjölmargra rekstraraðila í Kópavogi sem hafa staðfest viljayfirlýsingu um innleiðingu heimsmarkmiða og vinna þannig að því að gera Ísland og heiminn allan að betri stað til að búa og starfa í.

Markaðsstofa Kópavogs hefur haft frumkvæði að því að hvetja rekstraraðila í Kópavogi til að sýna ábyrgð í verki með því að ná mælingu á núverandi stöðu í ýmsum þáttum starfsemi sinnar og setja sér jafnframt markmið um framfarir til ársins 2024.

Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar með viljayfirlýsingu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna undirritaða.
Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar með viljayfirlýsingu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna undirritaða.

Þekking hefur undanfarin ár haft umbótastarf að leiðarljósi og markmið því tengdu, það mun því nýtast vel í komandi vinnu.

Með þátttöku okkar höfum við samþykkt að veita Markaðsstofu Kópavogs upplýsingar um markmið okkar sem og árlegar árangursmælingar og samþykkjum að upplýsingarnar verða skráðar í sameiginlegan gagnabanka á vegum Markaðsstofu Kópavogs.