Black Friday tilboðin, Cyber Monday afslættir og allar útsölurnar eru handan við hornið. Tilkynningar um frábærar vörur á lækkuðu verði munu fylla pósthólfin okkar, samfélagsmiðlana og uppáhalds vefsíðurnar okkar næstu vikurnar. Og það er frábært, því við getum fengið eitthvað sem við virkilega þurfum eða viljum á frábæru verði.
Sífellt fleiri í kringum okkur eru farnir að versla á netinu og það góða er að við getum fengið frábær tilboð líka! Tölvuþrjótar munu hins vegar líka reyna að fá þig til þess að fara á falsaðar vefsíður með því að bjóða upp á frábær tilboð. Fallir þú fyrir því gætir þú orðið fyrir vonbrigðum með vöruna sem þú færð senda með póstinum eða færð hreinlega ekki senda með póstinum. Tölvuþrjóturinn er þá mögulega kominn með greiðsluupplýsingarnar þínar, netfangið þitt, mögulega heimilisfangið og getur það valdið töluverðum óþægindum.
Gott er að vera meðvitaður um gátlistann fyrir öruggari netverslun sem á alltaf við, sérstaklega núna þegar pósthólfin okkar og samfélagsmiðlar eru líklega að fyllast af ótrúlegum tilboðum. Kynntu þér gátlistann vel og hvetjum við þig til að afrita hann og deila áfram.
Þjálfaðu þitt starfsfólk og byggðu upp sterka öryggismenningu. Öryggisvitund Þekkingar er skýjalausn sem inniheldur samansafn stuttra og hnitmiðaðra örmyndbanda. Skemmtilegt gæða efni hjálpar þínu starfsfólki að öðlast færni til að meta netógnir og verjast þeim.