Þekking styður Fjölskylduhjálp Íslands

December 22, 2020

Núna um jólin styður Þekking við Fjölskylduhjálp Íslands og viljum við þannig láta gott af okkur leiða svo fjölskyldur í landinu og samfélagið njóti góðs af. Fjölskylduhjálp Íslands eru hjálparsamtök sem starfa í þágu kvenna, karla og barna í neyð og sinna gríðarlega mikilvægu og þörfu starfi. Skjólstæðingar í neyð fá aðstoð í formi matargjafa, fatnaðar og annarra nauðsynja.



"Við hjá Fjölskylduhjálp Íslands erum afar þakklát. Margar fjölskyldur og einstaklingar þiggja aðstoð frá okkur og velunnurum og kemur stuðningur Þekkingar sér afar vel núna um jólin".

Ásgerður Jóna Flosadóttir,
stofnandi Fjölskylduhjálpar Íslands


Starfsfólk Þekkingar sendir þér og þínum hátíðarkveðjur með ósk um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

By Auður Karitas Þórhallsdóttir July 19, 2024
Bilunin hefur ekki haft áhrif á rekstrarumhverfi Wise og Þekkingar
By Ólöf Kristjánsdóttir May 30, 2024
Heildstætt lausnaframboð sem hjálpar notendum að ná árangri
Á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar og gengu kaupin í gegn á haustmánuð
By Ólöf Kristjánsdóttir May 16, 2024
Nánar um sameiningu Wise og Þekkingar
Fleiri fréttir
Share by: