Hættur sem steðja að upplýsingaöryggi er sífellt undir álagi og árásum og margar mismunandi hættur sem stafa að, hvort sem það er starfsumhverfi eða tölvuumhverfi. Því er mikilvægt að huga að báðum atriðum til að vernda mikilvæg gögn fyrirtækja og einstaklinga.
Raunlægt öryggi felst meðal annars í því að tryggja að aðgangur óviðkomandi aðila að starfstöð, búnaði og auðlindum fyrirtækja sé lokaður ásamt því að vernda starfsfólk fyrir til dæmis njósnum, þjófnaði og þess háttar.
Aðferðir árásaraðila eru margvíslegar og úthugsaðar. Þær einföldustu eru að nota góðmennsku og hjálpsemi einstaklinga ásamt værukærð einstaklinga og fyrirtækja.
Mikilvægt er að huga vel að framangreindum hættum og aðferðum. Jafnframt er mjög mikilvægt að innleiða öryggisvitund hjá starfsfólki og huga vel að raunlægu og stafrænu öryggi fyrirtækisins.
Besta leiðin til að koma í veg fyrir og verjast þeim hættum og aðferðum sem hafa komið fram hér að framan er fræðsla og þjálfun starfsfólks ásamt því að fá ráðgjöf sérfræðinga í upplýsingaöryggi fyrir fyrirtæki.
Starfsfólk sem hefur gaman að því að læra, gerir það oftar, á skilvirkari og sjálfbærari hátt. Það sama á við um öryggisvitundarþjálfun. Með því að finna leið til að auka skemmtunina við að læra mun það auka virði fyrirtækja þar sem öryggisvitund byggir upp „mannlega eldvegginn” sem er oftast veikasti hlekkurinn í öryggi fyrirtækja.
Mannsheilinn elskar umbun þar sem slíkt hefur afgerandi áhrif á hvatningu okkar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að um leið og við skynjum skemmtilegt áreiti þá losnar hamingjuhormónið dópamín. Þessi jákvæða tilfinning knýr okkur áfram og tryggir að við endurtökum sjálfviljug aðgerðir því við búumst við verðlaunum eða umbun.
Þau sem spila tölvuleiki þekkja þetta vel og eru áhugasamari þegar þau fá stig eða hrós að loknum ákveðnum áföngum. Við mælum því með að öryggisvitundarkerfi fyrirtækja sé með punkta- eða umbunakerfi til að ýta undir notkun.