Breytingar innan Þekkingar

September 23, 2022

Árni Rúnar Birnuson hefur tekið við stöðu sviðsstjóra Viðskiptaþróunar hjá Þekkingu en Árni hefur unnið hjá fyrirtækinu síðastliðin 8 ár og sinnt lykil viðskiptavinum í stöðu viðskiptastjóra. Í tilkynningu segir að Árni búi yfir dýrmætri þekkingu á þjónustu, vörum og viðskiptavinum Þekkingar og hafi komið að fjölbreyttum verkefnum innan félagsins gegnum árin s.s. tæknilegum innleiðingum, vöruþróun og gæðavinnu þvert á fyrirtækið.

Þá hafa verið gerðar breytingar innan Rekstrarsviðs sem miða að því að skerpa áherslur og einfalda boðleiðir. Árný Björg Ísberg sem áður sinnti stöðu þjónustustjóra verður nú deildarstjóri Reksturs og þjónustu og Marteinn S. Sigurðsson sem sinnti áður hlutverki rekstrarstjóra tekur nú við stöðu deildarstjóra Innviða og högunar.

By Auður Karitas Þórhallsdóttir July 19, 2024
Bilunin hefur ekki haft áhrif á rekstrarumhverfi Wise og Þekkingar
By Ólöf Kristjánsdóttir May 30, 2024
Heildstætt lausnaframboð sem hjálpar notendum að ná árangri
Á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar og gengu kaupin í gegn á haustmánuð
By Ólöf Kristjánsdóttir May 16, 2024
Nánar um sameiningu Wise og Þekkingar
Fleiri fréttir
Share by: