Þekking er jafnlaunavottað fyrirtæki þar sem markmiði félagsins um 0% launamun með 1% vikmörkum var náð strax við fyrstu keyrslu launagreiningar. Hjá félaginu er hlutfall kvenna 21% og líkt og önnur upplýsingatæknifyrirtæki erum við markvisst að vinna að því að hækka hlutfall kvenna en niðurstaða launagreiningar og jákvæð úttekt á jafnlaunakerfinu okkar styður okkur án efa enn frekar í þeirri vinnu.
Jafnlaunavottunin hefur reynst mörgum flókið verkefni og því ríkir forvitni innan mannauðssenunnar hvernig aðrir hafa útfært stjórnkerfið hjá sér sem og hvaða leið var valin í launagreiningarmálum. Stefnan hjá Þekkingu er að rýna alltaf fyrst í M365 umhverfið okkar og hvort við getum á þægilegan og fullnægjandi máta leyst okkar mál þar, áður en tekin er ákvörðun um að skoða önnur kerfi eða lausnir. Við hreinlega viljum ekki kaupa “enn eitt kerfið” (þið þekkið þessa línu) nema nauðsyn krefji.
Það hefur vakið athygli í nærumhverfinu að Þekking tók ákvörðun um að vera með stjórnkerfi jafnlaunavottunar í Teams og hefur það leitt af sér nýja þjónustu hjá Þekkingu. Ráðgjafar okkar eru annars vegar að setja upp nýtt stjórnkerfi jafnlaunavottunar í Teams fyrir viðskiptavini eða að færa viðskiptavini úr viðjum Word/Excel/pdf skjala yfir í góða yfirsýn og skipulag stjórnkerfis í Teams. Ef að þitt fyrirtæki er með Teams þá mælum við með því að sú fjárfesting sé fullnýtt í stað þess að leita lengra.
Það sem mér finnst best sem mannauðsstjóra og ábyrgðaraðila jafnlaunavottunar hjá mínu fyrirtæki er að það er fullkomið gagnsæi til yfirstjórnar og eftirlitsaðila og ég fæ hjálp frá kerfinu við að sinna því sem þarf að sinna. Staðreyndin er nefnilega sú (fyrir mig og alla aðra) að ég er á kafi í daglegum verkefnum og þegar maður tekur við kjarnaverkefni sem er hluti af rekstri fyrirtækis að þá verður maður að finna leið til þess að hlutirnir gangi smurt fyrir sig og að boltarnir detti ekki.
Ég veit að mörg fyrirtæki hafa sett upp stjórnkerfi jafnlaunavottunar í möppustrúktur inni á drifi (mögulega skjalasvæði í Sharepoint eða jafnvel Teams) en það er erfitt að viðhalda kerfinu og sinna því sem sinna þarf þegar ein manneskja er með það skráð í task lista hjá sér hvenær aðgerða er þörf. Ef Covid kenndi okkur eitthvað þá er það að verkefni verða að vera uppsett á þann máta að nýr aðili geti gengið tiltölulega áreynslulaust inn í þau. Stjórnkerfi jafnlaunavottunar verður að vera uppsett á slíkan máta.
Nokkrir af kostum þess að setja stjórnkerfi jafnlaunavottunar upp í Teams ef fyrirtæki er með M365:
Uppsetning stjórnkerfis jafnlaunakerfis í Teams er hagkvæm og góð lausn sem að styður fyrirtækið þitt í að nota Teams á sem bestan máta.
Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.
Ásta Bærings
Mannauðsstjóri Þekkingar