Þekking styður Fjölskylduhjálp Íslands

Vefstjóri Þekking • Dec 22, 2020

Núna um jólin styður Þekking við Fjölskylduhjálp Íslands og viljum við þannig láta gott af okkur leiða svo fjölskyldur í landinu og samfélagið njóti góðs af. Fjölskylduhjálp Íslands eru hjálparsamtök sem starfa í þágu kvenna, karla og barna í neyð og sinna gríðarlega mikilvægu og þörfu starfi. Skjólstæðingar í neyð fá aðstoð í formi matargjafa, fatnaðar og annarra nauðsynja.



"Við hjá Fjölskylduhjálp Íslands erum afar þakklát. Margar fjölskyldur og einstaklingar þiggja aðstoð frá okkur og velunnurum og kemur stuðningur Þekkingar sér afar vel núna um jólin".

Ásgerður Jóna Flosadóttir,
stofnandi Fjölskylduhjálpar Íslands


Starfsfólk Þekkingar sendir þér og þínum hátíðarkveðjur með ósk um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Hýsingarumhverfi flutt í nýtt gagnaver atNorth
By Jóhannes Stefánsson 07 Feb, 2024
Hýsingarumhverfi Þekkingar hefur verið flutt í nýtt gagnaver atNorth.
Þú hefur orðið fyrir tölvuárás
By Steingrímur Fannar Stefánsson 06 Nov, 2023
Þegar stutt er liðið á símtalið finnur þú að hjartslátturinn er á fullu, hitinn í andlitinu að verða óbærilegur og stress-hnútur heltekur líkamann. Þú hefur orðið fyrir tölvuárás! Eina sem þú hugsar um er hvernig nærðu verðmætunum til baka, hvert verður tjónið?
By Steingrímur Fannar Stefánsson 04 Oct, 2023
Ekki leynist það nokkrum að á stafrænum tímum er ekki valkostur að vernda fyrirtæki gegn stanslausu áhlaupi netógna, það er nauðsyn. Smelltu hér til að lesa meira.
Fleiri fréttir
Share by: