Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Þekking styður Fjölskylduhjálp Íslands

Núna um jólin styður Þekking við Fjölskylduhjálp Íslands og viljum við þannig láta gott af okkur leiða svo fjölskyldur í landinu og samfélagið njóti góðs af. Fjölskylduhjálp Íslands eru hjálparsamtök sem starfa í þágu kvenna, karla og barna í neyð og sinna gríðarlega mikilvægu og þörfu starfi. Skjólstæðingar í neyð fá aðstoð í formi matargjafa, fatnaðar og annarra nauðsynja.

Við hjá Fjölskylduhjálp Íslands erum afar þakklát. Margar fjölskyldur og einstaklingar þiggja aðstoð frá okkur og velunnurum og kemur stuðningur Þekkingar sér afar vel núna um jólin.

Ásgerður Jóna Flosadóttir,
stofnandi Fjölskylduhjálpar Íslands

Starfsfólk Þekkingar sendir þér og þínum hátíðarkveðjur með ósk um gleðileg jól og farsælt komandi ár.