Þekking einn af aðalstyrktaraðilum barna- og unglingastarfs GKG

March 2, 2021

Þekking hefur styrkt starfsemi Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í fjölmörg ár og gerist nú einn af aðalstyrktaraðilum barna- og unglingastarfs GKG.

„Við hjá Þekkingu erum gríðarlega stolt af því að styðja við GKG og það íþrótta- og æskulýðsstarf sem klúbburinn sinnir. Samstarf okkar á sér langa sögu og er það okkur sönn ánægja að koma inn sem einn af aðalstyrktaraðilum barna- og unglingastarfs GKG. Með því viljum við leggja okkar á vogarskálarnar til að efla hreyfingu og heilbrigði barna og unglinga og styðja GKG við að gera frábært starf enn öflugra“ segir Stefán Jóhannesson framkvæmdastjóri Þekkingar.


Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG, segir að allt frá stofnun klúbbsins hafi verið lögð mikil áhersla á barna- og unglingastarf. Slík nálgun er forsenda þess að fjölga iðkendum í íþróttinni og hafi leitt af sér að rúmlega 700 börn og unglingar eru virkir iðkendur í klúbbnum á hverju ári. 

„Þessi fjöldi barna og unglinga vekur verulega eftirtekt í Evrópu en sem dæmi má nefna að um 210 börn og unglingar eru í stærsta golfklúbbi Danmerkur. Það væri óvinnandi vegur að vinna jafn metnaðarfullt starf án aðstoðar frá fyrirtækjum og sveitarfélögum“ segir Agnar Már. „Með þessum samningi er Þekking að styðja þétt við bakið á okkur í þeim málum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Nú höfum við tök á að auka um betur þá þjónustu sem við veitum börnum og unglingum í GKG“.


Á mynd frá vinstri: Sigurður Pétur Oddsson markaðsstjóri Þekkingar, Gunnar Ólafsson sviðsstjóri viðskiptaþróunar Þekkingar , Agnar Már Jónsson framkvæmdastjóri GKG, Stefán Jóhannesson framkvæmdastjóri Þekkingar, Úlfar Jónsson íþróttastjóri GKG og Fannar Aron Hafsteinsson þjónustustjóri GKG.




By Auður Karitas Þórhallsdóttir July 19, 2024
Bilunin hefur ekki haft áhrif á rekstrarumhverfi Wise og Þekkingar
By Ólöf Kristjánsdóttir May 30, 2024
Heildstætt lausnaframboð sem hjálpar notendum að ná árangri
Á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar og gengu kaupin í gegn á haustmánuð
By Ólöf Kristjánsdóttir May 16, 2024
Nánar um sameiningu Wise og Þekkingar
Fleiri fréttir
Share by: