Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Ráðgjöf

Ráðgjafar Þekkingar búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á öllum sviðum upplýsingatækni. Þekking hefur frá upphafi veitt atvinnulífinu ráðgjöf við þarfagreiningar, innleiðingar, endurbætur sem og önnur verkefni hvort sem er á sviði innkaupa, hugbúnaðargerðar, upplýsingaöryggis, innviða eða skýjalausna.

Við veitum þínu fyrirtæki framúrskarandi óháða ráðgjöf á öllum sviðum upplýsingatækni.

Kennsla og þjálfun

Í síbreytilegum heimi tækninnar er mikilvægt að starfsfólk tileinki sér kunnáttu og hæfni á þau verkfæri sem notuð eru í fyrirtækinu hverju sinni. Tölvunám er því sjálfsagður hluti af símenntun starfsfólks og leggur Þekking mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum bestu mögulegu kennslu sem völ er á.

Námskeiðin eru haldin af sérfræðingum í upplýsingatækni sem leggja höfuðáherslu á virkni þátttakenda. Stutt og hnitmiðuð verkefni eru lögð fyrir á meðan kennslu stendur sem henta starfi hvers og eins. Þátttakendur vinna í sínu eigin umhverfi og eru allir með tölvu til afnota.

Verkefnastýring

Góð verkefnastýring í bland við breytingastjórnun getur skipt sköpum við framgang verkefna og að þau standist áætlanir um tíma, kostnað og gæði.

Sérfræðingar Þekkingar búa yfir mikilli reynslu af verkefnastýringu hvers kyns verkefna á sviði upplýsingatækni. Þekking býður upp á framúrskarandi verkefnastýringu við innleiðingar- og umbótaverkefni í upplýsingatækni.