STYRKTARBEIÐNIR

Þekking er stoltur styrktaraðili ýmissa verkefna og fer styrktarnefnd okkar yfir allar umsóknir sem berast. Aðeins koma þær umsóknir til greina sem berast í gegnum formið hér að neðan á vefsíðunni. Beiðnir sem berast eftir öðrum leiðum verða ekki teknar fyrir.

Styrktarnefnd hittist einu sinni í mánuði og fer yfir umsóknir. Við höfum skýra stefnu í styrktarmálum, en tökum öllum umsóknum með opnum huga. Samþykktum umsóknum verður svarað en hafi svar ekki borist við umsókn innan 5 vikna má líta svo á að umsókninni hafi verið hafnað.


Við hvetjum umsækjendur til þess að sækja um styrk með góðum fyrirvara. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um stöðu innsendra umsókna en segir hér að ofan.

Styrktarbeiðni

By Vefstjóri Þekking 02 Mar, 2021
Þekking hefur styrkt starfsemi Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í fjölmörg ár og gerist nú einn af aðalstyrktaraðilum barna- og unglingastarfs GKG.
By Vefstjóri Þekking 22 Dec, 2020
Núna um jólin styður Þekking við Fjölskylduhjálp Íslands og viljum við þannig láta gott af okkur leiða svo fjölskyldur í landinu og samfélagið njóti góðs af. Fjölskylduhjálp Íslands eru hjálparsamtök sem starfa í þágu kvenna, karla og barna í neyð og sinna gríðarlega mikilvægu og þörfu starfi. Skjólstæðingar í neyð fá aðstoð í formi matargjafa, fatnaðar og annarra nauðsynja. 
Share by: