Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Öryggisvitund

Öryggisvitundarþjálfun á að vera skemmtileg, grípandi og í hávegum höfð. Öryggisvitund er lausn sem hjálpar þínu fyrirtæki að draga úr hættunni á tölvuöryggisbrotum á skilvirkan hátt.

Verndaðu þitt fyrirtæki, starfsfólk og viðskiptavini

Öryggisvitund er skýjalausn sem inniheldur samansafn stuttra og hnitmiðaðra örmyndbanda. Skemmtilegt gæða efnið byggir upp sterka öryggismenningu og hjálpar þínu starfsfólki að öðlast færni til að meta ógnir og verjast þeim.

  • 1 mínútna myndbönd og val um fjölda tungumála.
  • Stjórnandi hefur aðgang að skýjalausn þar sem hann stillir upp þjálfunaráætlun og áherslum hverju sinni.
  • Starfsfólk sækir þjálfunina á netinu í því tæki sem hentar best hverju sinni.
  • Hægt að skipuleggja þjálfun og áherslur til langs tíma. Þjálfun fer þá sjálfkrafa af stað á fyrir fram skilgreindum tíma.
  • Stjórnandi hefur yfirlit yfir allar þjálfunaráætlanir og þátttöku starfsfólks í þeim.
  • Aðferðafræði sem sparar tíma og hefur ekki áhrif á framleiðni starfsfólks.
  • Auðvelt að samþætta efni við önnur þjálfunar- og kennslukerfi.
  • Fylgir stöðlum (GDPR, ISO27001, PCI-DSS).

Vertu á tánum allan ársins hring og viss um hvaða netöryggisógnir steðja að þínu fyrirtæki hverju sinni.

Hafðu samband, prófaðu frítt og sjáðu hvernig Öryggisvitund getur hjálpað þínu fyrirtæki.