Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Upplýsingaöryggi

Við þekkjum mikilvægi öryggis á öllum sviðum upplýsingatækni og bjóðum framúrskarandi ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki. Sérfræðingar og ráðgjafar Þekkingar hjálpa þér að tryggja upplýsingaöryggi með öryggislausnum á borð við;

  • Vírusvarnir
  • Fjölþátta auðkenningar
  • Innbrotaeftirlit
  • Öryggi á útstöðvum
  • Tölvupóstvarnir
  • Árásarvarnir
  • Sjálfvirka öryggisvöktun
  • Rafrænar undirritanir

Örugg afritun

Gögn fyrirtækja eru á meðal stærstu eigna þeirra. Margskonar ástæður geta valdið því að gögn tapist, hvort sem er vegna utanaðkomandi tjóna eða mannlegra mistaka. Örugg afritun kemur í veg fyrir mikil óþægindi og kostnað sem fylgt getur gagnatapi. Lykilatriði er að geta ávalt endurheimt gögn á einfaldan og skjótvirkan hátt.

Öryggisvitund

Öryggisvitundarþjálfun á að vera skemmtileg, grípandi og í hávegum höfð. Öryggisvitund er skýjalausn sem hjálpar þínu fyrirtæki að draga úr hættunni á tölvuöryggisbrotum á skilvirkan hátt. Stutt og hnitmiðuð myndbönd byggja upp sterka öryggismenningu og hjálpa þínu starfsfólki að öðlast færni til að meta ógnir og verjast þeim.

Prófaðu frítt og sjáðu hvernig Öryggisvitund getur hjálpað þínu fyrirtæki.

Persónuvernd

Hvernig gætir þitt fyrirtæki persónuupplýsinga?

Mikil verðmæti eru fólgin í upplýsingum fyrirtækja sem geta með annars snúist um viðskiptavini eða réttindi einstaklinga. Upplýsingarnar þarf að vernda vel og þá hafa ný persónuverndarlög einnig aukið réttindi einstaklinga.

Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og stofnanir að þekkja hvaða persónuupplýsingar þau eru að vinna með, hvernig þeirra er gætt og hvað fyrirtækið má gera með þær upplýsingar.

Sérfræðingar okkar veita þínu fyrirtæki ráðgjöf á öllum stigum greiningar og innleiðingar.

Veikleikaskönnun

Veikleikar og öryggisgallar geta verið til staðar í ýmiskonar hugbúnaði sem eru utan gildissviðs öryggislausna á borð við vírusvarna, eldveggja og ruslpóstsía. Óprúttnir aðilar geta nýtt sér þessa galla til netárása og því er mikilvægt að geta brugðist við með fyrirbyggjandi aðgerðum.

Þekking býður upp á lausnir sem með reglulegum öryggisathugunum og úttektum geta komið auga á áhættu og ógnir sem nauðsynlegt er að bregðast við. Veikileikaskönnun yfirfer einingar og stillingar í leit að frávikum, breytingum og ógnum, þar á meðal: Þráðlaus net, netbúnað, notendahegðun, tölvur, prentara og DNS færslur.

Veikleikaskönnun lætur vita af breytingum sem gerðar hafa verið og hafa til að mynda áhrif á aðgangsstýringu, tölvuöryggi, þráðlausan aðgang og netöryggi.