Microsoft hefur gefið út að verðskráin þeirra muni hækka frá og með 1. mars 2022
Ástæða fyrir því að Microsoft hækkar sína verðskrá er að fyrirtækið hefur ekki hækkað verð sín frá árinu 2016 en á sama tíma hefur verið umtalsverð framþróun þar sem fjölmargar nýjungar frá þeim hafa litið dagsins ljós. Dæmi um það er Teams hugbúnaðurinn sem hefur heldur betur breytt vinnulagi til hins betra.
Einnig er ný vegferð að fara af stað hjá þeim sem kallast NCE eða Microsoft New Commerce Experience. Með þessum nýju áskriftarleiðum er verið að gefa viðskiptavinum tækifæri á að raða saman áskriftarleiðum sem hentar þeirra rekstri best.
Í núverandi fyrirkomulagi er hægt að fækka og fjölga leyfum hvenær sem er og innheimtan fer eftir því en nýja leiðin sem kallast NCE er einungis hægt að velja áskriftarleið með 1 mánaðar, 12 mánaða eða 36 mánaða binditíma þar sem verðvernd er á meðan binditíma stendur. Áskriftarleið með 1 mánaðar binditíma er 20% dýrari en leiðin með 1 árs binditíma.
Microsoft setur verðhækunina í tvo hluta. Annars vegar eru það sérstakar hækkanir á eftirfarandi leyfum.
Hins vegar er það 20% hækkun á öll almenn leyfi hjá Microsoft sem tekur einnig gildi frá og með 1.mars 2022 ofan á sérstæðu hækkanirnar.
Hafa þarf í huga að það er mikilvægt að fylgjast vel með áskriftarleiðum, hvenær þær byrja og hvenær þeim líkur, það er á ábyrgð viðskiptavinarins. Því þegar binditíma líkur hafa viðskiptavinir einungis 72 klst (3 daga) glugga til að fækka leyfum ef þörf er á því. Að þessum tíma liðnum verður ekki hægt að fækka leyfum né fá endurgreitt.
Það er hinsvegar alltaf hægt að bæta við leyfum.
Við hjá Þekkingu viljum aðstoða ykkur við að finna réttu leiðina fyrir 1.mars 2022. Mælum hiklaust með ráðgjöf því þetta er alltaf mat úr frá þörfum hvers og eins. Fyrir suma hentar að binda allt á meðan aðrir myndu vilja hafa meiri sveigjanleika.
Við bendum ykkur því að að bóka ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar til að finna bestu leiðina fyrir ykkur.