Viðburðir

Þekking stendur reglulega fyrir viðburðum og sækir viðburði bæði hér heima og erlendis. Hér munum við benda viðskiptavinum á spennandi viðburði.

Þekking á UTmessunni

Upphafsdagsetning: 2. febrúar, 2018

Endar dags: 3. febrúar, 2018

Staðsetning: Harpa

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og þangað mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

Þekking er að sjálfsögðu á UTmessunni og býður gestum og gangandi að koma í heimsókn í básinn til okkar, spjalla við starfsfólkið og freista gæfunnar með að taka þátt í leiknum okkar.

Á föstudeginum verður Guðmundur Arnar Þórðarson, sviðsstjóri rekstrarsviðs, með fyrirlestur sem ber heitið „Stefnumiðuð útvistun – Grunnur að árangri og verðmætu samstarfi“, þar sem er meðal annars fjallað um stefnumiðaða útvistun og í hverju hún felst. Einnig hvata, hindranir, kosti og galla útvistunar ásamt þeim skrefum sem þarf að stíga til að útvistun teljist stefnumiðuð. Fyrirlestur Guðmundar er kl.14.20 í Silfurbergi B.

 

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.