Um okkur

Þekking hf. er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni.  Hjá fyrirtækinu starfa um sjötíu manns og starfsstöðvar eru á tveimur stöðum á landinu, á Akureyri og í Kópavogi.  Þekking býður fyrirtækjum upp á alhliða rekstrarþjónustu fyrir tölvukerfi, kerfisleigu, hýsingu, internetþjónustu og gagnaflutninga ásamt margs konar sérlausnum, ráðgjöf og kennslu.

Tölvudeildin þín!

Starfsfólk Þekkingar hefur breiða þekkingu á atvinnulífinu og hefur í mörg ár boðið viðskiptavinum fyrirtækisins heildarlausnir í rekstri og umsjón tölvukerfa ásamt þjónustu við notendur. Þekking leggur áherslu á náið samstarf við viðskiptavini. Fyrirtækið hefur þannig í raun þjónað sem tölvudeild viðskiptavina sinna og m.a. aðstoðað þá við stefnumótun í upplýsingatækni ásamt uppbyggingu sjálfra upplýsingakerfanna.

Þekking hefur getið sér mjög gott orð fyrir fyrsta flokks þjónustu og áreiðanlega og hlutlausa ráðgjöf ásamt því að geta boðið upp á þær lausnir sem viðskiptavinir gera kröfu um í reksturi upplýsingakerfa sinna.

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.