Rekstrarþjónusta

Rekstrarþjónusta Þekkingar nær yfir allan daglegan rekstur tölvukerfa. Okkar hlutverk er að tryggja áreiðanleika tölvukerfa svo fyrirtæki geti einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi.

Ef þú leitar að öruggu umhverfi fyrir þín tölvukerfi þar sem sérfræðingar vakta þau og vinna að með fyrirbyggjandi gegn vandamálum og bilunum þá er Þekking svarið. Við þekkjum mikilvægi tölvukerfa og tæknibúnaðar í afkomu fyrirtækja og leggjum metnað okkar og ástríðu að tryggja viðskiptavinum öryggi og ánægju.

Hvað er hægt að setja í rekstrarþjónustu

Rekstrarþjónusta nær yfir allan tæknibúnað og almennan hugbúnað. Við sjáum um að tæknibúnaðurinn gangi vel og almennur hugbúnaður sé uppfærður og settur upp með réttum hætti. Helstu flokkar af búnaði sem þú getur valið í rekstrarþjónustu eru:

  • Netþjónar
  • Útstöðvar
  • Netkerfi
  • Afgreiðslukerfi
  • Notendaaðstoð
  • Aðgangsstýringar

Rekstrarþjónusta er í boði eftir stöðluðum leiðum en einnig sérsniðin nákvæmlega eftir þörfum hvers og eins. Í sameiningu veljum við þann búnað sem þú vilt koma í öruggan rekstur eftir þínum þörfum.

  • Grunnur
  • Sérþjónusta
  • Heildarþjónusta

Kostnaður við rekstrarþjónustu

Kostnaður við rekstrarþjónustu fer eftir fjölda tækja, notenda og þjónustustigs. Hafðu samband til að fá tilboð í rekstrarþjónustu.

Við aðstoðum líka notendur

Með notendaaðstoð tryggir þú að starfsfólk þitt hafi aðgang að sérfræðingum Þekkingar í gegnum þjónustuver þannig að allt gangi vel. Auðvelt og öryggt aðgengi starfsfólks að sérfræðingum sem leysa úr vandamálum hratt og vel, veitir því aukið öruggi og stuðlar að meiri afköstum. Við setjum upp tillögur að rekstrarþjónustu sem tryggir þínu fyrirtæki öruggt tölvuumhverfi.