Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Rafrænar undirritanir

Fyrirtæki og stofnanir verja umtalsverðum tíma í samningagerð sem getur meðal annars falist í því að fá fólk á staðinn, fara með samninga til samningsaðila, uppfæra samninga og svo áfram mætti telja. Þetta ferli er tímafrekt, kostnaðarsamt og flækjustigið töluvert. Þörfin á að endurhanna og sjálfvirknivæða ferla í kringum rafrænar undirritanir hefur aukist verulega á skömmum tíma. Fjarvinna starfsfólks og stjórnenda fyrirtækja er orðin algengari og eftirspurnin á rafrænum undirritunum hefur aukist mikið þar sem krafan er að hægt sé að undirrita hvaðan sem er úr heiminum. 

Þekking, í samstarfi við Taktikal býður viðskiptavinum upp á framúrskarandi lausn sem uppfyllir ítrustu kröfur sem gerðar eru til rafrænna undirritana. Lausnin skilar hraðari afgreiðslu, minni rekstraráhættu og betri upplifun samningsaðila. 

Rafrænar undirritanir eru öruggar, einfaldar og skilvirkar. 

Með rafrænum undirritunum losnar um gamla pappírsferla og umstangið sem þeim fylgir. Viðskiptavinir og starfsfólk þurfa ekki lengur að prenta, skanna og senda skjölin. 

Tímasparnaður og umhverfisvænt

Það tekur aðeins þrjár mínútur að undirrita rafrænt, en tekur oft nokkra daga á gamla mátann.

Ekki nóg með að draga má úr pappírsnotkun, heldur fækkar líka óþarfa bílferðum með skjöl til undirritunar.

Einföld og örugg rafræn undirritun

Það er einfalt að innleiða lausnirnar inn í núverandi ferla og viðmótið er einfalt fyrir starfsfólk, þjónustuaðila og viðskiptavini.

Fylgt er ströngum skilyrðum eIDAS reglugerðarinnar sem gerir undirritunina jafngilda handskrifaðari. 

Undirritanir eru útfærðar samkvæmt tæknilegum kröfum um fullgildar undirritanir og nota undirritunarþjónustu Auðkennis sem er á traustlista Evrópusambandsins fyrir undirritanir. Undirritanirnar eru enn fremur langtímaundiritanir (LTV) sem þýðir að þær halda gildi sínu eftir að skilríki undirritenda falla úr gildi. 

Smelltu á hnappinn hér að neðan og prófaðu 10 rafrænar undirritanir þér að kostnaðarlausu