Opinber fyrirtæki

Einn helsti drifkraftur opinberra fyrirtækja er upplýsingatækni. Rétt notkun upplýsingatækni er einn af höfuðþáttum í að auka og bæta þjónustu, stuða að nýsköpun og bæta samhæfingu hjá starfsfólki.  

Tölvudeildir opinberra fyrirtækja er að langmestum hluta mönnuð afar hæfu starfsfólki. En í síbreytilegu landslagi upplýsingatækni er erfitt að halda uppi tölvudeild sem allt kann og allt getur. Stundum koma upp vandamál sem krefjast margra klukkustunda vinnu við lausnaleit. Við erum með fjölda sérfræðinga sem eru með svörin á reiðum höndum. 

Kröfur til opinberra fyrirtækja um örugg og aðgengileg gögn eru miklar. Það er ekki nægjanlegt að aðgengi sé stýrt með öruggum hætti heldur verður einnig að geyma og afrita gögnin með öruggum hætti og tryggja að þau séu aðgengileg með stuttum fyrirvara ef upp koma atvik í tölvubúnaði. Við getum hjálpað ykkur að tryggja rétta meðferð viðkvæmra gagna og tryggja öryggi þeirra. 

Þekking vinnur aðeins eftir ströngustu opinberu gæðastöðlum til að tryggja öryggi þitt og okkar allra. 

Nýttu vel það fjármagn sem þú hefur til reksturs upplýsingatæknikerfa með því að hámark afköst starfsmanna og auka gæði og aðgengileika upplýsinga í öryggu og traustu upplýsingatækniumhverfi.  

Þekking hefur aðstoðað opinber fyrirtæki og stofnanir í tæpa tvö áratugi og þekkir vel til krafna þeirra og innviða. Grundvallarforsenda okkar er að hámarka rekstrarhæfi, lágmarka kostnað og tryggja örugga varðveislu gagna.   

Hafðu samband í síma 460 3100 eða með tölvupósti thekking@thekking.is og við setjum upp réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.