FotoWare, umsjón stafrænna gagna

FotoWare, umsjón stafrænna gagna

Vel flest fyrirtæki og stofnanir kannast við það að umsjón stafrænna gagna er ábótavant og upplifa það að myndefnið sé allsstaðar og hvergi. Líklega eytt ómældum tíma í að leita að efni sem vitað er að á að vera til. Þetta er mjög algeng upplifun þegar kemur að markaðsefni, ljósmyndum, myndböndum, pdf og fleiru. Ástæðan er að myndefnið er ýmist á tölvum starfsfólks, flökkurum eða USB og dreift um netdrifin.

Til viðbótar við það að vera með myndefnið dreift um mismunandi geymslumiðla þá getur oft stór hluti af myndefninu verið tvöfalt og jafnvel margfalt. Það hlýst að því að verið er að deila myndefni milli starfsfólk ýmist með tölvupósti eða afritun á milli mappa á netdrifum.

Verðmæti stafrænna gagna glatast án skipulags

Þarna eru umtalsverð verðmæti sem eru að glatast og ekki síðri verðmæti sem nú þegar tapast við það eitt að starfsfólk eyði löngum stundum í að leita að skrá sem er til, eða jafnvel ekki. Svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem felst í að gera markaðs- eða myndefnið aftur.

FotoWare er norskt fyrirtæki, stofnað árið 1997 og hefur frá upphafi þróað lausnir einmitt fyrir kringumstæður eins og þessar. Þ.e. fyrir skráningu og varðveislu mikilvægra upplýsinga skráa og hafa miðlægt sem bætir aðgengi og utanumhald á veðrmætum fyrirtækja og stofnana.

Enn þann dag í dag, 20 árum síðar, er FotoWare leiðandi í Digital Asset Management lausnum og í stöðugri þróun til að mæta hinum síbreytilega starfræna heimi og þörfum notenda. Til marks um það eru að jafnaði að koma út uppfærslur og viðbætur frá FotoWare á um 6-12 vikna fresti á eftirfaraandi hugbúnaði sem FotoWare er með:

  • FotoStation
  • Index Manager
  • FotoWeb
  • Color Factory
  • Connect

FotoWeb, umsjón stafrænna gagna

Veflausnin FotoWeb frá FotoWeb er verkfæri sem veitir aðgang að myndefni fyrirtækja og stofnana á mjög notendavænan hátt. Allt háð réttindum þá er m.a. hægt að setja inn og sækja myndefni, setja inn efnisorða skráningu, útbúa albúm til að miðla myndefni ofl. ofl.

FotoWeb Desktop í Microsoft Office

Með FotoWeb fylgir lítill en virkilega öflugur hugbúnaður sem heitir FotoWeb Desktop. Þessi hugbúnaður tengist Microsoft Office á PC tölvum og gerir enn auðveldara að finna og nota myndefni fyrirtækisins t.d. í Word eða Power Point.

Þekking hf. er umboðsaðili FotoWare á Íslandi.

Hafðu samband við okkur og fáðu frekari ráðgjöf og kynningu.