Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Viðbragðsáætlanir Þekkingar uppfærðar

Viðbraðgsáætlanir Þekkingar uppfærðar

Það hefur vart farið framhjá neinum að staðfestum smitum hefur fjölgað til muna hér á Íslandi og Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar, COVID-19. Frekari upplýsingar um kórónuveiruna má finna á vef landlæknis og hvetjum við alla til að kynna sér þær upplýsingar sem koma þar fram.

Starfsfólk hefur verið hvatt til að halda sig heima ef minnsti grunur er um veikindi. Ákveðin skref hafa verið tekin til að lágmarka þjónustuskerðingu komi til þess að starfsfólk eða starfsstöðvar þurfi að fara í sóttkví. Starfsfólk getur t.d. sinnt nær allri þjónustu í fjarvinnu í gegnum upplýsingatæknina ef til þess kemur og verkefnum verður forgangsraðað til að tryggja þjónustu ef fjöldi starfsfólks veikist.

Viðbragðsáætlanir uppfærðar

Þekking uppfærði fyrr í vetur viðbragðsáætlanir sínar og var áætlun um varnir gegn inflúensu virkjuð á dögunum til að bregðast við því ástandi sem komið er upp í samfélaginu. Í samræmi við hana hefur handspritti verið dreift til starfsmanna til viðbótar við handsprittstanda sem eru víða á skrifstofum fyrirtækisins. Einnig hefur upplýsingum verið komið til starfsfólksins varðandi sóttvarnir.

Ein af kröfum sem gerðar eru til Þekkingar í tengslum við vottun á upplýsingaöryggisstaðlinum ISO 27001 er að fyrirtækið geri áætlanir til að tryggja samfelldan rekstur komi til atvika sem geta haft áhrif á þjónustu félagsins. Það hefur ætíð verið til staðar hjá okkur frá því að fyrirtækið varð vottað en höfum núna verið að skerpa á og bæta enn frekar vegna COVID-19.

Fyrirbyggjandi aðgerðir vegna COVID-19

Hjá Þekkingu geta allir hópar unnið að mest öllu leyti heiman frá sér að frátöldum vettvangshópnum sem getur ekki einungis sinnt beiðnum með yfirtöku eða leiðbeiningum í gegnum síma – þarf oft að sinna verkefnum sem kerfjast viðveru hjá viðskiptavini.

Til þess að tryggja þjónustustig hefur verið ákveðið að nokkrir einstaklingar í vettvangshópi vinni núna að heiman (og úti á vettvangi eftir þörfum) þar til hættustig hefur verið afboðað. Með því að halda nokkrum einstaklingum frá starfsstöðvum Þekkingar höfum við tryggt okkur að ákveðnu leyti ef svo óheppilega vildi til að starfsstöð fari í sóttkví.