Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Verkefni til úrslita í Media Management Award

Verkefni til úrslita í Media Management Award

Nú er komið í ljós að verkefni sem Þekking tók þátt í keppir til úrslita í Media Management Award. Því má segja að niðurtalning sé hafin fyrir 17. september þegar kemur í ljós hvert af þremur verkefnum stendur uppi sem sigurvegari Media Management Award 2019.

Hér má sjá meira um þau sem eru komi í úrsli

Það var fyrir um 4-5 mánuðum sem tilnefning var send inn í Media Management Award fyrir verkefni sem Þekking vann að ásamt Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Landspítalanum.

Verkefni til úrslita í Media Management Award

í fljótu þá snérist verkefnið um að bæta vinnuflæði milli tæknideildar lögreglunnar, réttarmeinafræðinga og neyðarmóttöku á Landspítalanum.

Media Management Award heiðrar einstakling/hóp sem hefur unnið að verkefni þar sem Digital Asset Management lausn er notuð umfram það sem er venjan með slíkar lausnir og þarf verkefnið að uppfylla eftirfarandi þrjá þætti (grófleg útlistun), nánar hér: https://www.fotoware.com/media-management-award

  • Lýsir notkun á nýrri, hugmyndaríkri og nútímalegri tækni.
  • Verkefnið hefur verulega jákvæð áhrif á víðan hóp notenda.
  • Ábyrgð sem samsvarar því sem einstaklingur/hópur/fyrirtæki stendur fyrir ásamt því að setja öryggis og aðgangsmál framar öllu.

Þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir alla þá sem komu að þessu verkefni þar sem margra mánaða undirbúningsvinna, uppsetning og prófanir liggja að baki.

Þekking vill þakka öllum þeim sem komu að þessu spennandi verkefni fyrir frábært samstarf.