Upplýsingaöryggi

Við vitum mikilvægi þess að hafa upplýsingaöryggi fyrirtækisins í lagi og tökum hlutverk okkar sem ráðgjafar á sviði upplýsingaöryggismála alvarlega.

Heildarráðgjöf

  • Þekkir þú áhætturnar í þínum rekstri?
  • Ert þú tilbúin(n) að takast á við síbreytilegt tækniumhverfi?
  • Forgangsraðar þú verkefnum í samræmi við áhættu?

Þekking býður upp á ráðgjöf á sviði upplýsingatæknimála og hefur veitt öryggisráðgjöf til fyrirtækja og stofnana um árabil. Við erum með vottað stjórnkerfi samkvæmt ISO27001 staðlinum og hefur starfsfólk aðstoðað fyrirtæki við að öðlast slíka vottun.

Mikilvægi upplýsinga hefur aukist mjög á seinustu árum. Ef upplýsingar komast í hendur rangra aðila eða eru ekki aðgengilegar þegar þeirra er þörf getur það haft mjög mikil áhrif. Upplýsingar eru núna orðnar með mikilvægustu verðmætum fyrirtækja og þau þarf að verja.

Upplýsingaöryggisráðgjöf

Eru upplýsingarnar þínar nægilega vel verndaðar?

Stjórnkerfi upplýsingaöryggis er samsett úr mörgum þáttum sem allir eru mikilvægir. Stefnur, áhættumat, verklagsreglur og skilgreiningar eru allt þættir sem nauðsynlegir eru til að nálgast að ná stjórn á upplýsingum fyrirtækja og stofnana.

  • Stefna – að samræma hvert skal stefnt,
  • Áhættumat – að meta þær áhættur sem herja að fyrirtækinu,
  • Verklagsreglur – til að allir vinni eins að endurteknum verkefnum
  • Skilgreiningar – Til skýringa á ábyrgðum og hlutverkum hvers og eins í upplýsingaöryggi fyrirtækisins eða stofnunarinnar.

Persónuvernd

Gætir þú þinna persónuupplýsinga nægilega vel?

Upplýsingar eru orðnar að helstu verðmætum fyrirtækja. Þessar upplýsingar geta meðal annars snúist um viðskiptavini eða einstaklinga sem hafa mikil réttindi og þessar upplýsingar þarf að vernda. Ný persónuverndarlög auka einnig á réttindi einstaklinga. Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og stofnanir að þekkja hvaða persónuupplýsingar þau eru að vinna með, hvernig þeirra er gætt og hvað fyrirtækið má gera með þær upplýsingar.

Þekking veitir aðstoð á öllum stigum greiningar og innleiðingar.

Upplýsingaöryggisstefna

Þekking hf. fylgir eftirfarandi upplýsingaöryggisstefnu.

Hafðu samband

Viltu fá að vita meira um þjónustu Þekkingar á sviði upplýsingaöryggis? Við viljum endilega heyra frá þér svo hafðu samband hér