Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Upplýsingaöryggi

Ófullnægjandi upplýsingaöryggi er áhætta sem ekkert fyrirtæki ætti að taka. Við tökum hlutverki okkar sem ráðgjafa á sviði upplýsingaöryggismála alvarlega og þekkjum mikilvægi öryggis á öllum sviðum upplýsingatækni. Við bjóðum þínu fyrirtæki framúrskarandi ráðgjöf og öryggislausnir á borð við;

 • Vírusvarnir
 • Fjölþátta auðkenningar
 • Innbrotaeftirlit
 • Öryggi á útstöðvum
 • Tölvupóstvarnir
 • Árásarvarnir
 • Sjálfvirka öryggisvöktun
 • Rafrænar undirritanir

Upplýsingaöryggisráðgjöf

 • Þekkir þú áhætturnar í þínum rekstri?
 • Eru upplýsingarnar þínar nægilega vel varðar?
 • Ert þú tilbúin(n) að takast á við síbreytilegt tækniumhverfi?
 • Forgangsraðar þú verkefnum í samræmi við áhættu?

Þekking býður upp á ráðgjöf á sviði upplýsingatæknimála og hefur veitt öryggisráðgjöf til fyrirtækja og stofnana um árabil. Við erum með vottað stjórnkerfi samkvæmt ISO27001 staðlinum og hafa sérfræðingar okkar aðstoðað fyrirtæki við að öðlast slíka vottun.

Mikilvægi upplýsinga hefur aukist mjög á seinustu árum. Ef upplýsingar komast í hendur rangra aðila eða eru ekki aðgengilegar þegar þeirra er þörf getur það haft mjög mikil áhrif. Upplýsingar eru núna orðnar með mikilvægustu verðmætum fyrirtækja og þau þarf að verja.

Stjórnkerfi upplýsingaöryggis er samsett úr mörgum þáttum sem allir eru mikilvægir. Stefnur, áhættumat, verklagsreglur og skilgreiningar eru allt þættir sem nauðsynlegir eru til að nálgast að ná stjórn á upplýsingum fyrirtækja og stofnana.

 • Stefna – að samræma hvert skal stefnt,
 • Áhættumat – að meta þær áhættur sem herja að fyrirtækinu,
 • Verklagsreglur – til að allir vinni eins að endurteknum verkefnum
 • Skilgreiningar – Til skýringa á ábyrgðum og hlutverkum hvers og eins í upplýsingaöryggi fyrirtækisins eða stofnunarinnar.

Hafðu samband og sjáðu hvernig Þekking getur hjálpað þínu fyrirtæki á sviði upplýsingaöryggis.