Ráðstafanir Þekkingar vegna COVID-19 / Nánar hér

Þjónustustig Þekkingar hækkar enn frekar

Undanfarna mánuði höfum við hjá Þekkingu unnið að innleiðingu nýs beiðna- og þjónustukerfis. Við þá aðgerð verður nokkrum eldri kerfum lagt og nokkur af okkar helstu rekstrarkerfum tengd saman til að gefa starfsfólki okkar betri yfirsýn yfir stöðu verkefna.

Á komandi vikum munum við færa okkur yfir í þetta nýja kerfi og munu viðskiptavinir fyrst verða varir við breyttar tilkynningar um móttöku, framvindu og lokanir verkbeiðna. Engin breyting verður þó á hvernig við tökum við beiðnum, hvort heldur sem er í gegnum síma hjá Þjónustuveri okkar (460-3110), hér á vefsíðunni eða með tölvupósti (verk@thekking.is).

Með innleiðingu þessa nýja kerfis er Þekking að stíga með báðum fótum inn í fjórðu iðnbyltinguna, með sína innri verkferla og stuðning við okkar kjarnastarfsemi sem er að veita upplýsingatækniþjónustu. Þetta er einnig mikilvægur þáttur að geta aukið skilvirkni, hækkað þjónustustig enn frekar og veitt viðskiptavinum nákvæmari upplýsingar um stöðu mála.

Við erum viss um að þessar breytingar muni mælast vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar (þér/ykkur) og erum við þess fullviss að sú vegferð sem við höfum lagt grunn að undanfarna mánuði, sé aðeins byrjunin á stafrænni umbyltingu Þekkingar og geri okkur mögulegt að bjóða ykkur til enn verðmætara samstarfs á komandi misserum.