Skjalastjórnun

Skjalastjórn er grunnur að markvissu innra skipulagi upplýsinga og tryggir aukið öryggi mikilvægra skjala um leið og það auðveldar starfsfólki að finna skjöl fljótt og örugglega. Við vinnum eftir einfaldri og skilvirkri aðferðarfræði við skjalaráðgjöf.

Hvar þarftu aðstoð?

Ráðgjafar okkar geta einnig komið að einstökum atriðum er koma skjalastjórnun við, s.s. við stöðlun á útliti skjala t.d. bréfum, fundargerðum, skýrslum ofl. Einnig höfum við veitt ráðgjöf varðandi meðferð á útgefnu efni (geymsla, grisjun og eyðing) og höfum fjölbreytta möguleika í lausnum tengdum gagnasöfnum. Til viðbótar þessu hafa ráðgjafar okkar aðstoðað við gerð neyðaráætlana, afritunarskýrsla og rekstrar-, öryggis og gæðahandbóka.

Af hverju skjalaráðgjöf?

Margvíslegur ávinningur er fólginn í því að fyrirtæki taki skjalamál sín föstum tökum. Geymsla og afritun gagna er sífellt að verða stærri hluti af rekstrarkostnaði fyrirtækja og því stuðlar fækkun skjala að lækkun kostnaðar. Betra aðgengi starfsmanna að skjölum eykur ennfremur framleiðni og skýrar reglur um meðferð skjala tryggja aukið öryggi í rekstrinum.

Nýjar kröfur með persónuverndarlögunum.

Þekking aðstoðar þig við að greina hverjar séu þínar kröfur og hvernig þeim er mætt með þínu skjalakerfi. Eftirlitsaðilar og ný persónuverndarlög setja nýjar kröfur sem þarf að vera hægt að mæta í skjalakerfum. Þekking aðstoðar við að finna út hverjar séu þínar kröfur og hvernig þeim er mætt á sem þægilegastan og hagkvæmastan máta.

Skjalastjórnun er okkar sérgrein

Árni Rúnar Karlsson

Sölu- og markaðssvið

Viðskiptastjóri

862 3431

460 3173

arnirunar(hjá)thekking.is

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.