Ráðgjöf og kennsla

Ráðgjöf

Þekking er óháð sérfræðifyrirtæki á sviði rekstrarþjónustu og hýsingar. Sérfræðingar Þekkingar búa yfir mikilli reynslu og kunnáttu á öllum sviðum upplýsingatækni og hafa svo árum skipt veitt atvinnulífinu ráðgjörf við þarfagreiningar, innleiðingar, endurbætur sem og önnur verkefni hvort sem er á sviði innkaupa, hugbúnaðargerðar, upplýsingaöryggis, innviða eða skýjalausna.

Kennsla

Í síbreytilegum heimi tækninnar er mikilvægt að starfsfólki tileinki sér kunnáttu og hæfni á þau verkfæri sem notuð eru í fyrirtækinu hverju sinni. Tölvunám er því sjálfsagður hluti af símenntun starfsfólks og Þekking leggur mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum bestu mögulegu kennslu sem völ er á.

Námskeiðin eru haldin af kennaramenntuðum einstaklingum sem leggja höfuðáherslu á að þátttakendur séu virkir á meðan á námskeiði stendur með stuttum og hnitmiðuðum verkefnum sem henta þeirra starfi. Við leggjum áherslu á að þátttakendur vinni í sínu eigin umhverfi á námskeiðum og séu allir með tölvu til afnota, ýmist eigin tölvu eða í þar til gerðum tölvustofum.

Við veitum þér óháða ráðgjöf á öllum sviðum upplýsingatækni.

Hafðu samband

Viltu fá að vita meira um ráðgjöf og kennslu Þekkingar? Við viljum endilega heyra frá þér svo hafðu samband hér

Ráðgjöf og kennsla er okkar sérgrein

Hjálmur Dór Hjálmsson

Sölu- og markaðssvið

Vörustjóri

897 1930

460 3159

hjalmur(hjá)thekking.is

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.