Hýsing

Þjónusta Þekkingar á sviði hýsingar byggir á þarfagreiningu og ráðgjöf til viðskiptavina svo hægt sé að staðsetja kerfi og þjónustur á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt fyrir viðskiptavininn. Þekking aðstoðar viðskiptavini við að blanda saman skýjaþjónustum, hýsingu í sýndarumhverfi Þekkingar eða notkun eigin búnaðar viðskiptavinar í hýsingu Þekkingar eða hjá viðskiptavini.

Sérfræðingar Þekkingar nýta þær tæknilegu lausnir sem henta stærð, starfssemi og flækjustigi hvers viðskiptavinar til að búa til það umhverfi sem er hagkvæmast, öruggast og þjónar þörfum viðskiptavinarins í hverju tilfelli fyrir sig. Með hagkvæmri og markvissri nýtingu eigin lausna og lausna samstarfsaðila næst sú samsetning sem þjónar þörfum viðskiptavinarins á sem hagkvæmastan hátt.

  • Hýsingarþjónusta Þekkingar gefur þann möguleika að tengja saman hýsingarmöguleika, þ.m.t. að nýta hýsingarsali Þekkingar í tveimur landshlutum.
  • Hýsingarumhverfi Þekkingar getur tekið við verkefnum sem krefjast mikilla afkasta m.t.t. reiknigetu og diskahraða svo sem vöruhús gagna og stór fjárhags- og áætlanakerfi.
  • Þekking sér alfarið um rekstur og viðhald umhverfisins sem sér um afkastamælingar og tryggir að næg rýmd sé til staðar sem eykur sveigjanleika og minnkar biðtíma viðskiptavina eftir því að ný verkefni geti farið af stað.

Hýsing er okkar sérgrein

Andri Sigurðsson

Sölu- og markaðssvið

Viðskiptastjóri

846 2716

460 3150

andris(hjá)thekking.is

Vefsíðan okkar notar kökur til að bæta þína upplifun af vefnum. Lesa má persónuverndarstefnu Þekkingar hf. með því að smella hér.