Hvernig eru öryggisafritin þín varin?

Marteinn Sigurður Sigurðsson • Feb 02, 2023

Stafræn gögn fyrirtækja eru eitt það verðmætasta sem er í þeirra eignasafni og því mikilvægt að verja þau með skilvirkum og öruggum hætti. Gögn eru oft á tíðum geymd hjá hýsingaraðila eins og Þekkingu sem er með afritunarkerfi sem ver gögnin gegn gagnatapi, óvæntum bilunum í búnaði, gagnastuld (e.cryptolocker) og innbrotum í tölvukerfi sem miða að því að valda fyrirtækjum skaða með því að eyða gögnum eða taka þau í gíslingu, gagnagíslataka.   

Eru öryggisafritin þín varin?

Afritunarkerfið þarf að styðjast við nútíma aðferðir og þá hugmyndafræði um varðveislu gagna sem þykir fullnægjandi hverju sinni. Í þessum fræðum eins og öðrum er stöðug þróun og því þarf að fylgjast vel með. Sem dæmi um slíkt þá hefur undanfarið verið mikið í umræðunni svokölluð óbreytanleg afrit eða “Immutable backups”. Slík afrit eru sérstaklega varin á þann hátt að úr afritunarkerfinu er ekki hægt að eyða afritunum með neinum hætti. Komist tölvuþrjótar yfir afritunarkerfið geta þeir ekki eytt afritunum.

 

Mikilvægt er að afritunarkerfið styðjist einnig við að minnsta kosti 2 staðsetningar, þar sem frumgögn og geymsluafrit eru geymd á sitthvorum staðnum, helst á landfræðilega aðskildum staðsetningum þar sem náttúru vá gæti ógnað landshluta eins og nýleg eldgos hafa minnt okkur á.

Hvaða afritunarleið hentar?

Mismunandi er eftir eðli og mikilvægi gagnanna hvað langur geymslutími hentar fyrir afritin, en það má segja að geymslutíminn sé sá tími sem fyrirtæki leyfir sér til að uppgötva gagnatapið. Til dæmis ef notandi eyðir skjali óvart , fer svo í sumarfrí vikuna á eftir og kemur aftur 30 dögum síðar og sér þá að skjalið vantar í kerfið sitt, þá er 30 daga geymslutími á afriti ekki nægjanlegur tími til að afrit sé til staðar af skjalinu. Eins ef viðkomandi fer til dæmis í fæðingarorlof í 3 mánuði, þá er skjalið tapað.

 

Það er því mikilvægt að meta verðmæti gagnanna sem um ræðir hverju sinni og Þekking mælir alltaf með því að gögn séu geymd í minnsta kosti 6 mánuði og séu að auki geymd í öðrum kerfissal en upprunalegu afritin. Þekking býður upp á fleiri leiðir í afritunargeymslutíma og hægt er að sérsníða geymslutíma að þörfum hvers og eins. 

Hafðu samband við ráðgjafa fyrir frekari upplýsingar um afritun og afritunarleiðir.

Fá frekari upplýsingar
Hýsingarumhverfi flutt í nýtt gagnaver atNorth
By Jóhannes Stefánsson 07 Feb, 2024
Hýsingarumhverfi Þekkingar hefur verið flutt í nýtt gagnaver atNorth.
Þú hefur orðið fyrir tölvuárás
By Steingrímur Fannar Stefánsson 06 Nov, 2023
Þegar stutt er liðið á símtalið finnur þú að hjartslátturinn er á fullu, hitinn í andlitinu að verða óbærilegur og stress-hnútur heltekur líkamann. Þú hefur orðið fyrir tölvuárás! Eina sem þú hugsar um er hvernig nærðu verðmætunum til baka, hvert verður tjónið?
By Steingrímur Fannar Stefánsson 04 Oct, 2023
Ekki leynist það nokkrum að á stafrænum tímum er ekki valkostur að vernda fyrirtæki gegn stanslausu áhlaupi netógna, það er nauðsyn. Smelltu hér til að lesa meira.
Fleiri fréttir
Share by: